Lekavandamálið er úr sögunni

Tik Tok leysir margan okkar vanda, eins og þenna hér.
Tik Tok leysir margan okkar vanda, eins og þenna hér. mbl.is/TikTok_ramin2025

Hér erum við ekki að vitna í leka í mikilvægum skjölum eða slíkt – því þetta er jú, matarvefur og þar snýst allt um mat og almenna gleði. Hér um ræðir leka í flöskum sem við ætlum að töfra bak og burt.

Það er ekkert eins hvimleitt eins og að setja flösku í töskuna og komast að því að hún lekur – og þar að leiðandi verður allt dótið okkar blautt og eða klístrað. En til þess að komast hjá slíkum vanda, þá er TikTok alltaf með réttu svörin. Biblían í húsráðum og öðrum mikilvægum óþarfa sem við teljum okkur þurfa að vita og kunna.

Til þess að komast hjá því að taskan þín verði full af djús eða öðrum vökva, þá skaltu setja plastpoka með zip-lokun, yfir stútinn á flöskunni eða brúsanum og því næst kemur lokið á. Veltið síðan pokanum á hvolf og lokið. Þannig mun allur umfram vökvi ef eitthvað sullast, fara beint í pokann án þess að klístrast í dótið þitt í töskunni. 

mbl.is/TikTok_ramin2025
mbl.is