Ostabakki og krönsí rjómaostarúlla

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það fer að bresta á með veisluvertíð og hér kemur enn ein sprengjan frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is þar sem hún galdrar fram krönsí rjómaostarúllu sem er klárlega eitthvað sem við megum ekki láta framhjá okkur fara.

Ostabakki og krönsí rjómaostarúlla

Rjómaostarúlla uppskrift

  • 300 g rjómaostur með graslauk & lauk frá MS
  • 10 beikonsneiðar
  • 30 g vorlaukur
  • 100 g Orri óðals ostakurl

Aðferð:

  1. Steikið beikonið þar til það verður stökkt og saxið smátt niður.
  2. Blandið beikoninu saman við rjómaostinn með skeið, setjið blönduna á plastfilmu og mótið nokkurs konar rúllu/breiða pylsu úr henni.
  3. Plastið, setjið á disk og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  4. Saxið vorlaukinn smátt og myljið ostakurlið aðeins niður, blandið þessu saman á disk.
  5. Takið næst rjómaostarúlluna úr plastinu og veltið upp úr ostakurlinu, geymið í kæli þar til bera á ostarúlluna fram með góðu kexi eða brauði.

Annað á ostabakka

  • Dala hringur
  • Grettir ostur
  • Óðals Gouda sterkur (skorinn í teninga)
  • Kría ostakurl
  • Dóri sterki (upprúllaður)
  • Hráskinka
  • Salami pylsa
  • Chili sulta
  • Vínber
  • Kex
  • Hindber
  • Bláber
  • Lakkrísdöðlur
  • Dökkt súkkulaði
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir





View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert