Bestu ryksuguráðin á einum stað

Þessi kona er með allt upp á tíu í tiltekt …
Þessi kona er með allt upp á tíu í tiltekt á heimilinu. mbl.is/

Við gætum vart án ryksugunnar verið og þurfum að kunna öll trixin í bókinni hvað hana varðar. Hér færðu bestu ryksuguráðin á einum stað. 

Papparör á erfiða staði
Það getur reynst erfitt að ná á suma litla og erfiða staði, þar sem munnstykkið á ryksugunni nær ekki til. Þá er góð leið að nota papparör úr eldhús- eða klósettrúllu, setja framan á ryksugustútinn og klemma pappann saman til að ná á þessa staði. 

Fjarlægðu vonda lykt
Þegar gólfmottan er farin að lykta og við náum ekki að smella henni í þvottavélina, þá er gott ráð að strá matarsóda yfir teppið eða rúmdýnu, ef því er að skipta og láta standa í 30 mínútur. Síðan ryksugar þú upp matarsódann sem hefur sogið til sín alla vonda lykt úr mottunni. 

Finndu það sem þú týndir
Ryksuga og sokkabuxur eru gott kombó - þá sérstaklega ef þú hefur týnt t.d. eyrnalokk. Þú klæðir einfaldlega ryksugurörið í sokkabuxur, og þegar þú ryksugar gólfið, munu sokkabuxurnar grípa hlutinn sem þú týndir án þess að lenda í ryksugupokanum sjálfum. 

Ísmolar á gólfið
Við könnumst við að húsgögn skilji eftir sig djúp för í mottum eða teppum á heimilinu. Og þegar við færum til húsgögnin, sitja þessi för eftir. Hér er ráð að setja ísmola á mottuna og leyfa þeim að bráðna. Þegar vatnið bráðnar, þá sýgur efnið það í sig og þræðirnir þenjast út. Síðan ryksugar þú yfir mottuna til að þræðirnir sperri sig aftur út og mottan verður sem ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert