Umtalaðasta sælgæti landsins komið aftur

Hver man ekki eftir því þegar allt varð vitlaust út af Nóa Kroppinu sem kallaðist Bíó Kropp: Butter & salt sem vísaði fyrst og fremst til bragðsamsetningarinnar.

Nói Síríus brást vel við þessum óskum neytenda og nú er loksins komið nýtt Bíó Kropp í al íslenskri útgáfu.

Það eru þó ekki einu tíðindin því þessi útgáfa Bíó Kroppsins er unnin í samstarfi við hina geysivinsælu Idol-þætti sem verður að teljast ákaflega viðeigandi. 

„Bíó Kroppið hlaut svo góðar viðtökur að við fórum strax að velta fyrir okkur nýrri útgáfu af því. Þegar tækifærið til að starfa með Idol kom upp þá fannst okkur þessi vara henta fullkomlega í það, enda tilvalið að njóta hennar yfir því skemmtilega sjónvarpsefni sem Idolið er,“ segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus. „Og við tókum góðar ábendingar til greina og breyttum tegundaheitinu í smjör og salt í stað enska heitisins sem réttilega var gagnrýnt í vor,“ bætir Alda við brosandi og efast ekki um að landsmenn muni taka þessari endurkomu vel.

 „Idol Kroppið, sem fæst í takmörkuðu magni, bætist í fríðan flokk Nóa Kropps sem prýðir hillur verslana. Klassíska Nóa Kroppið sem glatt hefur landsmenn á góðum stundum í áratugi stendur alltaf fyrir sínu, enda telja margir það hættulega ávanabindandi. Svo eru mörg okkar sólgin í kröftugt bragðið af Nóa Kroppi með pipardufti og fyrir þau sem vilja örlítið hærra hlutfall af ljúffengu rjómasúkkulaðinu er Nóa Kropp súkkulaðistykkið hin fullkomna lausn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert