Búrskápurinn sem fólk brjálast yfir

Hvern dreymir ekki um fullkominn búrskáp? Við birtum reglulega myndir af girnilegum búrskápum sem við værum til í að kíkja nánar í (þótt fátt toppi búrskápa Kardashian-systra).

Hér gefur að líta búrskap heima hjá konu sem kallar sig Belle og það er bókstaflega allt hvítt og snyrtilegt hjá henni. Við segjum þetta með votti af hroka sem er í raun bara öfund því glundroði og drasl rænir okkur flest andlegu þreki og almennri gleði.

Hér eru tvö myndbönd. Í öðru er svona fyrir og eftir af búrskápnum og það verður nú að segjast eins og er að skápurinn var bara nokkuð góður fyrir tiltekt.

Hitt myndbandið er síðan svona montmyndband og við tengjum við það enda myndum við sjálfsagt gera lítið annað en að monta okkur ef við ættum svona fínan búrskáp.

View this post on Instagram

A post shared by Belle (@thelittlewhiteedit)View this post on Instagram

A post shared by Belle (@thelittlewhiteedit)

mbl.is