Húsráðin sem allir verða að kunna

Mbl.is/Pinterest

Klassísk húsráð falla seint úr gildi og því tilvalið að deila þeim hér með ykkur.

  • Dýfðu lauk í vatn áður en þú skerð hann, þannig spornar þú við grátköstum yfir skurðarbrettinu.
  • Prófaðu að láta heitt vatn renna á kökuhnífinn og hann mun skera kökuna þína áfallalaust.
  • Notaðu tannþráð til að skera mjúka osta, t.d. brie eða geitaost.
  • Til að losna við matarlykt af höndunum skaltu nudda þeim með sítrónusafa og salti.
  • Þú getur notað sandpappír til að brýna rifjárn sem er orðið bitlaust.
  • Settu appelsínubörk eða brauðsneið saman við púðursykur til að halda honum mjúkum.
  • Til að þrífa litla blómavasa eða annað þar sem erfitt er að ná niður á botninn - skaltu setja hrísgrjón, uppþvottalög og smá vatn. Hrisstu síðan vasann til og hrísgrjónin munu sjá um vinnuna að þrífa glerið skínandi á ný.
mbl.is