Margarita fyrir vandláta

Heimsfrægi kokteillinn Margarita nýtur ávallt mikilla hylli hjá aðdáendum kokteila. …
Heimsfrægi kokteillinn Margarita nýtur ávallt mikilla hylli hjá aðdáendum kokteila. Gaman er að bera þennann kokteil fallega fram og hann steinliggur sem fordrykkur. Unsplash/Tyler Nix

Heimsfrægi kokteillinn Margarita nýtur ávallt mikilla hylli hjá aðdáendum kokteila. Flestar sögur af þessum drykk segja að uppruni hans sé frá Mexíkó í Tijuana. Þessi kokteill er borinn fram í fallegu hanastélsglasi og er ávallt skreyttur á fallegan hátt. Það er því gaman að bjóða upp á þennan kokteil í fordrykk eða í hamingjustund með góðum vinum. Allir ættu að ráða við uppskriftina.

Margarita

  • 35 ml ljóst tekíla
  • 15 ml Triple sec
  • 25 ml sítrónusafi
  • 15 ml agavesíróp
  • Klakar eftir þörfum

Skraut

  • Salt og límónubátur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að undirbúa glasið fyrir drykkinn.
  2. Setjið salt á lítinn disk.
  3. Skerið límónu í litla báta.
  4. Nuddið límónubátnum við brúnina á glasinu, allan hringinn.
  5. Dýfið síðan glasinu ofan í saltið á disknum, varlega.
  6. Setjið allt hráefnið í kokteilhristarann fyrir utan skraut.
  7. Fyllið kokteilhristarann með klökum.
  8. Hristið vel og örugglega í um það bil 15 sekúndur.
  9. Hellið blöndunni úr hristaranum gegnum sigti í hanastélsglasið.
  10. Skreytið með sítrónubát og berið drykkinn fram strax ískaldan og ferskan.
  11. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert