Hafna því að bera boðtæki

Slökkviliðsmenn skiluðu símum sínum á sjúkrabörum á föstudag.
Slökkviliðsmenn skiluðu símum sínum á sjúkrabörum á föstudag. mbl.is/Júlíus

Kjararáð Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur formlega hafnað ósk slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins um að þeir beri farsíma sem boðtæki á því tímabili, sem verkfallsaðgerðir standa yfir.

Slökkviliðsmenn skiluðu boðtækjunum á föstudag þegar átta stunda verkfall þeirra hófst og tilkynntu þá, að þeir myndu ekki bera slík tæki aftur fyrr en búið væri að ná nýjum kjarasamningum.

Í svari slökkviliðsmanna segir, að það hafi verið hluti af löglega boðuðum verkfallsaðgerðum að skila inn boðtækjunum. Á meðan launanefnd sveitarfélaga sýni engann samningsvilja sjái kjararáð sér ekki fært annað en að hafna beiðni slökkivliðsstjórans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert