Gjöf sem nýtist ekki er sóun

Birta Flókadóttir rýmishönnuður.
Birta Flókadóttir rýmishönnuður.

Birta Flókadóttir, markaðsráðgjafi og rýmishönnuður hjá fyrirtækinu Annað og meira - skapandi lausnir, segir að það skipti máli að jólagjöfin nýtist; endi ekki í Góða hirðinum. 

Hvað finnst þér skipta máli þegar fyrirtækjagjafir eru annars vegar?

„Jólagjöfin þarf að endurspegla alúð gagnvart starfsfólkinu og helst um leið að vera í samræmi við persónuleika fyrirtækisins. Hún þarf bæði að gleðja og nýtast vel. Gjöf sem nýtist ekki er sóun. Það er auðvitað frábært ef hún nær líka að koma skemmtilega á óvart. Þó er einnig gaman ef myndast hefur hefð sem veldur því að jólagjafarinnar er beðið með ákveðinni eftirvæntingu, þó hún sé fyrirsjáanleg, s.s. eitthvað sérlega gómsætt matarkyns.

Þegar fyrirtæki eru að gefa mjög breiðum hópi starfsmanna (ólíkur aldur og kyn) er oft mikill línudans að finna eitthvað sem öllum líkar. Því er best að hefja hugmyndavinnuna tímanlega. Þegar verið er að gefa hluti getur skipt miklu máli að fylgjast vel með og gefa vörur þegar þær eru nýkomnar á markað, til dæmis gefa heilsuúr áður en varan er orðin algeng meðal fólks. Það að gefa skemmtilega upplifun á líka mög vel við í allsnægtasamfélagi nútímans.

Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku. Allt annað mál væri ef flugfélögin væru nýbúin að þrengja reglurnar um hámarksstærð handfarangurs og flestir ættu þannig eftir að kaupa sér „nýja“ tösku. Það gæti hitt beint í mark,“ segir Birta.

Hvernig má búa til stemningu með gjöfum?

„Gjöfin sjálf getur skapað stemningu, hún getur til dæmis tengst betri heilsu, gleði eða nautnum í mat og drykk. Stuðlað að góðum stundum hjá fjölskyldunni, upplifunum í náttúrunni, því að láta sér líða vel eða því að prófa eitthvað nýtt. Svo má ekki gleyma umbúðunum. Eftirtektarverðar umbúðir og ekki síst skemmtilegur texti á kortinu setja punktinn yfir i-ið.“

Hvað hefur þú að leiðarljósi þegar þú hannar stemningu og atburðarás fyrir fyrirtæki?

„Ég byrja alltaf á því að greina þarfir. Hvaða upplifun er það sem fyrirtækið vill ná fram? Karakter og gildi þurfa að endurspeglast í öllum snertiflötum við starfsfólk og viðskiptavini. Þegar þarfir og markmið eru ljós, þá er hægt að fara á villt háflug í skapandi hugmyndum, án þess að missa sjónar á því hvert leiðin á að liggja. Þegar gleði og gagn fer saman, það er bæði árangursríkast og skemmtilegast.“

Hver er besta fyrirtækjagjöf sem þú hefur fengið?

„Ég hef fengið ýmsar góðar. Ég hef fengið gjafir sem hafa nýst mjög vel, gjafir sem hafa farið beint í Góða hirðinn og allt þar á milli. Of margar af gjöfunum hafa reyndar verið með stóru lógói fyrirtækisins á. Það er ekki einungis gjöf að mínu mati, það er líka ósk um að þiggjandinn sé gangandi auglýsing. Það er alls ekki það sama.“

Hefur þú einhverntímann fengið eitthvað ömurlegt?

„Ég fékk einu sinni lofthreinsitæki, sem sagt rafmagnstæki til að sótthreinsa óheilbrigt andrúmsloft. Mér fannst sú gjöf ekki hafa sérstaklega huggulegan undirtón,“ segir Birta og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál