Báðu ömmur sínar að vera blómastúlkur

Lyndsey Raby á brúðkaupsdaginn með ömmunum fjórum.
Lyndsey Raby á brúðkaupsdaginn með ömmunum fjórum. skjáskot/Instagram

Það er venjan að litlir krakkar, oft skyldir brúðhjónunum, séu blómabörn, og gangi inn kirkjugólfið með blóm. 

Lyndsey og Tanner Raby sem giftu sig á dögunum í Benton í Bandaríkjunum ákváðu að fara nokkuð óhefðbundna en fallega leið og báðu ömmur sínar að vera blómastúlkur í brúðakaupinu. 

Amma Tanners, Joyce Raby 70 ára, báðar ömmur Lyndsey, þær Betty brown 72 ára og Wanda Gran 76 ára gengu inn kirkjugólfið með blómin, ásamt langömmu Lyndsey henni Kathleen Brown 90 ára. 

Lyndsey sagði í viðtali við Huffington Post að þau hafi strax ákveðið að þær fengju hlutverk í brúðkaupinu. „Við erum svo þakklát að þær eru allar hér þannig að við vildum að þær fengju hlutverk,“ sagði Lyndsey og bætti við að þær hafi allar verið mjög spenntar að taka þátt í brúðkaupinu, jafnvel spenntari en brúðarmeyjar Lyndsey. 

Ljósmyndarinn Natalie Caho sem skrásetti brúðkaupsdag Raby hjónanna deildi mynd af blómastúlkunum og skrifaði „Ég hef séð helling af sætum blómastelpum á ferli mínum... en þessar eru með vinninginn“

mbl.is