Er hægt að hafa aðventuna einfaldari?

Gunna Stella heilsumarkþjálfi segir að aðventan þurfi ekki að vera …
Gunna Stella heilsumarkþjálfi segir að aðventan þurfi ekki að vera svona snúin.

„Það styttist óðum í aðventuna. Kannski ert þú nú þegar farinn að huga að aðventunni. Jafnvel farin/n að kaupa jólagjafir eða búin að því. Ég á mér þann draum og það markmið að vera búin að kaupa allar jólagjafir í byrjun desember. Mér finnst allt svo miklu einfaldara þegar ég þarf ekki að spá í jólagjafainnkaupum í desember.  Hér áður fyrr átti ég mér líka draum um einfaldari aðventu og fyrir nokkrum árum fékk ég að upplifa aðventuna einfalda í fyrsta sinn. Með hverju árinu sem liðið hefur hef ég upplifað aðventuna ljúfari, einfaldari og betri en árið áður. Það er ekki af því að ég er að „toppa“ mig í hvert sinn heldur af því að ég met einfaldleikann og hef ekki þörf fyrir að toppa hlutina,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Það er ekki nein ákveðin regla þegar kemur að aðventunni. Aðventan hjá minni fjölskyldu er kannski ekki eins og hjá þinni. Það er í raun ekki eitthvað sérstakt sem þú verður að gera eða átt að gera. 

Þú þarft ekki að fara á jólahlaðborð. 

Þú þarft ekki að þrífa húsið hátt og lágt

Þú þarft ekki að kaupa dýrar jólagjafir. 

Þú þarft ekki að gera aðventukrans. 

Þú þarft ekki að setja upp jólatré. 

Þú þarft ekki að fara í Ikea og taka myndir með jólasveininum. 

Þú þarft ekki að senda jólakort. 

Þú þarft ekki að baka margar smákökusortir. 

Þú þarft ekki að horfa á jólamyndir. 

Þú þarft ekki að mæta í skötuveislu. 

 

Kannski hugsaðir þú þegar þú last setningarnar hér fyrir ofan „En ég elska að ________(fylltu í eyðuna)“ og veistu hvað! Það er frábært. Ég elska líka svo margt við aðventuna og geri sjálf margt sem er á listanum af því mér finnst það skemmtilegt.  

En staðreyndin er sú að aðventan þarf ekki að vera flókin. Hún getur verið einföld og mig langar til að deila með þér hvernig ég hef einfaldað aðventuna á mínu heimili. Ég hef því útbúið stutt, einfalt og hnitmiðað ókeypis námskeið þar sem ég fjalla um nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga til að einfalda aðventuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál