Hvers vegna borga þau mér ekki?

Íslensk kona er ekki sátt við íbúa hússins sem hún …
Íslensk kona er ekki sátt við íbúa hússins sem hún býr í. mbl.is/ThinkstockPhotos

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá íbúa í 101 sem lenti í vatnstjóni. 

Sæl Heiðrún. 

Ég á húsnæði á götuhæð í 101 Reykjavík. Það eru bilaðar pípulagnir á annarri hæð og rennur vatnið niður til mín og hefur það valdið skemmdum. Húsfélag þessara sex íbúða sem eru í húsinu neita að borga mér og bara ein íbúð í húsinu er með tryggingar sem dekka svona. Hinir neita að borga mér. Ég er búin að tala við húseigendafélag og fleiri tryggingafélög og þau segja það sama að húsfélagið mitt eigi að borga sameiginlegan kostnað til mín. Er það rétt? 

Kveðja, BB

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

Sæl BB.  

Ef ég skil þig rétt þá biluðu pípulagnir á 2. hæð hússins sem varð til þess að vatnstjón varð hjá þér. Lög um fjöleignarhús segja að líkur séu á því að lagnir í fjölbýlishúsi séu í sameign og því á ábyrgð allra eigenda, húsfélagsins í heild. Ef tjónið hjá þér verður vegna pípulagna sem teljast sameiginlegar er það því rétt að húsfélagið ber ábyrgð á því að bæta þér það tjón sem verður vegna lekans.

Ef lagnirnar verða taldar séreign þess sem á íbúðina fyrir ofan þig, þ.e. ef lagnirnar eru þess eðlis að þær þjóni aðeins þeirri íbúð, ber hann skaðabótaábyrgð á tjóni þínu. Þetta þarf auðvitað að meta í hverju tilfelli.

Húseigendur eða húsfélög skulu jafnan vera með tryggingu, húseigendatryggingu en slík trygging bætir tjón sem húsfélagið eða einstakur eigandi ber skaðabótaábyrgð á. Greinilega hefur einn fasteignaeigandi í húsinu bætt þér tjónið úr sinni tryggingu. Nú veit ég ekki frekari forsendur hjá þér, þ.e. hvort að þú hafir einungis fengið hluta tjónsins bættan eða hvort að þessi eini hafi bætt þér allt tjónið og eigi þar af leiðandi kröfu á aðra eigendur fasteigna í húsinu.

Ég vona að þetta hafi svarað spurningu þinni að mestu leyti en ég mæli með því að þú leitir aðstoðar hjá lögmanni.

Gangi þér vel!

Kveðja, Heiðrún Björk Gísladóttir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu Björk spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál