Himnasending fyrir súkkulaðifíkla

Sykurlaust súkkulaði hljómar of vel.
Sykurlaust súkkulaði hljómar of vel. mbl.is/GettyImages

„Við höfum verið að flytja inn Valor sykurlausa súkkulaðið síðan 2011. Við höfum verið að byggja vörumerkið upp hægt og rólega en síðustu 3 ár hefur orðið sprenging hjá okkur með 25-40% aukningu á milli ára. Við erum stolt að geta sagt að neytendur geti fundið Valor-súkkulaðið í öllum helstu matvörubúðum landsins,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi sem flytur Valor súkkulaðið inn. 

Ingi Einar segir að Nói Síríus hafi ákveðið að flytja súkkulaðið inn því þeim fannst vanta gæða súkkulaði fyrir neytendur sem vildu hafa heilsuna í forgrunni. 

„Við höfðum áhuga á að finna samstarfsaðila sem hafði reynslu á því að framleiða sykurlaust súkkulaði og það kom í ljós að Valor-vörumerkið hafði öðlast mikla virðingu erlendis fyrir framleiðslu á hágæða sykurlausu súkkulaði. Við vildum að neytendur gætu notið súkkulaðis sem hefði alla kosti venjulegs súkkulaðis en væri heilsusamlegra og sykurlaust. Þeir neytendur sem smökkuðu Valor sykurlausa súkkulaðið í fyrsta skipti trúðu varla að súkkulaðið væri í raun sykurlaust. Það væri í raun enginn munur. Það var þetta sem við vorum að leita eftir fyrir íslenska neytendur,“ segir hann. 

Sykurlaust súkkulaði frá Valor. Í súkkulaðinu er stevía notuð sem …
Sykurlaust súkkulaði frá Valor. Í súkkulaðinu er stevía notuð sem sætuefni.

Finnið þið fyrir því að fólk sækir meira í stevíu en venjulegan sykur?

„Það hefur verið mikil vakning hjá neytendum um að neyta vara sem eru gæðavörur, náttúrulegar og heilsusamlegar. Stevía hefur náð bæði innanlands sem erlendis að koma sterkt inn sem náttúrulegt hráefni í staðinn fyrir venjulegan sykur og hefur Valor-fyrirtækið ákveðið að nota stevíu í allar sínar sykurlausu vörur,“ segir hann. 

Það eru til nokkrar tegundir af sykurlausu súkkulaði frá Valor, ýmist með stevíu og svo stendur utan á öðrum umbúðum að það sé enginn viðbættur sykur. Hvað þýðir það?

„Gott að þú nefnir þennan punkt því venjulegt súkkulaði sem er framleitt og selt inniheldur allt viðbættan sykur. En Valor sykurlausa og án viðbætts sykurs vörurnar innihalda engan viðbættan sykur. Ástæðan fyrir því er að sumar tegundirnar sem eru merktar án viðbætts sykurs geta innihaldið náttúrulegan sykur í hráefnunum eins og til dæmis í mjólkinni. Sá sykur er náttúrulegur sykur sem ekki er sambærilegur þeim viðbætta sykri sem er notaður í matvörum.“

Í sykurlausu súkkulaði er stevía notuð sem sæta.
Í sykurlausu súkkulaði er stevía notuð sem sæta. mbl.is/GettyImages

Hvað er notað í það súkkulaði til að sæta það?

„Valor hefur ákveðið að allar sykurlausu vörurnar frá þeim muni á næstunni innihalda að mestu stevíu og að einhverju leiti maltitol.“

Ingi Einar Sigurðsson.
Ingi Einar Sigurðsson.

Nói Síríus, sem er einn þekktasti súkkulaðiframleiðandi á Íslandi, flytur Valor-súkkulaðið inn. Þegar Ingi Einar er spurður að því hvort Nói Síríus sé ekkert að velta fyrir sér framleiðslu á súkkulaði með stevíu segir hann það vel koma til greina. 

„Nói Síríus er alltaf að leitast eftir því að bæta sínar vörur og hefur vöruþróunin gengið mjög vel síðustu ár til að auka gæðin fyrir neytendur. Við höfum prófað að setja stevíu í Opal-vörur hjá okkur með ágætis árangri og er hugmyndin sú að skoða leiðir til þess að setja stevíu í aðrar vörur á næstu árum,“ segir hann. 

Myndir þú segja að súkkulaðið með stevíunni væri himnasending fyrir þá sem eru í sykurbindindi?

„Já, algjörlega. Stevía er næstum kolvetna- og kaloríulaust hráefni. Stevía er heldur ekki kemísk efnablanda og inniheldur engin gerviefni.“

Þegar hann er spurður að því hvort eitthvað fleira sé væntanlegt í sykurlausu línunni frá Valor segir hann að með haustinu komi sykurlaust konfekt á markað.  

„Við ætlum að koma með Valor sykurlaust konfekt 120g næsta haust. Neytendur hafa verið að leita til okkar og óska eftir sykurlausri konfektvöru sem hægt væri að bjóða upp á í veislum, matarboðum og fleira,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál