Tók lífstílinn í gegn fyrir soninn

Karen Helga byrjaði að hreyfa sig af krafti síðasta haust.
Karen Helga byrjaði að hreyfa sig af krafti síðasta haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karen Helga Karlsdóttir hafði oft reynt að fara í átak áður en hún byrjaði á að taka lífstílinn í gegn síðasta haust. Ástæðan fyrir því að í þetta skiptið gekk allt upp hjá Karen var viðhorfið en hún segist ekki hafa byrjað að hreyfa sig fyrir útlitið heldur fyrir son sinn.

„Vinkona mín hún Lóa fór í Biggest Looser síðasta sumar og hún einhvern veginn opnaði það augun fyrir mér að það gætu þetta allir. Hún fór þarna frá tveimur dætrum manni dúndraði sér í þessar breytingar. Hún gaf mér svo svakalegan innblástur og þá hóf ég mína breytingu í september,“ segir Karen sem fékk góða hvatningu frá Einari í AlphaGym í Keflavík til að byrja með. Í janúar skráði hún sig síðan í Súperform áskorun í Sporthúsinu og hefur síðan þá komist í gott form sem og misst 12 kíló.

Hefur úthald til þess að leika við son sinn

„Ég er mjög mikið fyrir íþróttir, finnst mjög gaman að horfa á íþróttir og stunda þær en ég var hætt að geta leikið mér við barnið mitt, hætt að geta spilað fótbolta við hann og átti bara erfitt með að klæða mig í Converse-skó. Farin að verkja í hnén og alltaf uppþembd og nennti ekki neinu,“ segir Karen sem segist hafa hugsað með sér að ef hún héldi áfram að þyngjast þá væri hún að fara hætta algjörlega að geta gert þessa hluti.

Hún segir lífið hafa breyst til hins betra á þessu tæpa ári og þá sérstaklega andlega. „Ég sé bara að ég get miklu meira en að sitja í sófanum og borða snakk. Hugur minn var orðinn þannig að ég hugsaði ég væri löt, ég gæti ekki gert þetta og það er aðal breytingin. Og ég hef brjálæðislegt úthald til þess að leika við barnið mitt og þess vegna fór ég í þetta, bara til þess að geta orðið betri móðir. Betri fyrirmynd fyrir hann.“

Karen Helga tók líka mataræðið í gegn.
Karen Helga tók líka mataræðið í gegn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matarlöngunin breyttist

Ásamt því að byrja hreyfa sig markvisst tók Karen Helga til í matarvenjum sínum þó hún leyfi sér ýmislegt ennþá. „Ef mig langar í hamborgara og ef mig langar í pizzu þá geri leyfi ég mér það en löngunin í þennan mat er búin að breytast svo mikið eftir að mér fór að líða betur. Ég byrjaði til dæmis á því að taka út snakkið og nammið á kvöldin og það var miklu auðveldara en ég hélt. Þá fór ég að bæta inn hollari kostinum. Í byrjun ef mig langaði í eitthvað óhollt þá kannski borðaði ég bara helminginn af því sem ég hafði gert áður. Um leið og maður fór að hreyfa sig þrisvar, fjórum, fimm sinnum í viku þá langaði manni minna í mat sem manni verður illt í maganum af, og sem minnkar getuna til þess að lyfta þyngra á næstu æfingu.“

Hugarfarið breyttist

Karen Helga segist hafa margoft tekið sig á án árangurs en hún segir að ástæðan fyrri því að það tókst í haust vera sú að ákveðin hugarfarsbreyting varð síðasta sumar. Nú langaði hana að breyta lífstílnum vegna þess að hana langaði að líða betur og verða betri fyrirmynd. Áður var kannski markmiðið að verða mjó og passa í minni buxur. „Ég hef áhuga á að gera það sem ég er að gera núna af því að ég vil vera betri, ekki af því ég vil vera flottari eða líta betur út. Ég vil vera betri mamma og sterkari, ég vil vera sterk. Ég vil ekki vera þreytt á því að hlaupa upp stigann heima hjá mér.“

Karen Helga segist sjá það á fólk þegar það sé í átaki fyrir útlitið og hefur litla trú á því að slík hugsun endist til lengdar. „Þér mun ekkert líða betur af því þú ferð í bikiníið fimm kílóum léttari en þú varst,“ segir Karen Helga. 

Karen Helga er með rétta hugarfarið.
Karen Helga er með rétta hugarfarið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál