Tók þátt í megrunarátaki fyrrverandi unnustu

Jennifer Lopez ásamt Ben Affleck árið 2003.
Jennifer Lopez ásamt Ben Affleck árið 2003. mbl.is/AFP

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru trúlofuð rétt upp úr aldamótum, frestuðu brúðkaupi sínu með nokkurra daga fyrirvara og hættu svo við að gifta sig. Þessi saga þeirra kom þó ekki í veg fyrir að leikarinn prófaði tíu daga áskorun hennar og núverandi unnusta hennar, Alex Rodriguez. 

Affleck sagðist hálfskammast sín fyrir að viðurkenna að hann hefði tekist á við áskorunina þegar þáttarstjórnandi í spjallþætti hrósaði honum fyrir að líta vel út. 

Lopez og Rodriguez byrjuðu í átakinu í lok janúar og skoruðu á fleiri að vera með. Í tíu daga áskor­uninni er öll­um sykri og kol­vetn­um sleppt úr mataræðinu. Einnig er koffín bannað en Affleck segist hafa svindlað þegar kom að því. 

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez fóru í 10 daga átakið.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez fóru í 10 daga átakið. mbl.is/AFP

Affleck sagði átakið hafa verið erfitt en honum líði betur eftir það. „Það var hræðilegt fyrstu tvo dagana þar sem ég er vissulega einhver sem finnst gott að borða brauð og sykur,“ sagði Affleck. 

Spurning er þó hversu skynsamlegar svona syrpur eru ef fólk gleymir sér í kolvetna- og sykursúpu um leið og þessum tíu dögum lýkur. Affleck viðurkenndi það að minnsta kosti að hafa fengið sér þrjár beyglur um leið og hann mátti fara á hefðbundið mataræði aftur. Lopez og Rodriguez hafa gefið það út að þau hafi hugsað sér að fara á tíu daga áskorunina reglulega. 

mbl.is