Segir breytingar á Adele mataræðinu að þakka

Adele hefur grennst töluvert upp á síðkastið.
Adele hefur grennst töluvert upp á síðkastið. skjáskot/Instagram

Söngkonan Adele hefur vakið athygli fyrir að hafa grennst um hátt í 20 kíló. Þjálfarinn Camila Goodis þjálfaði Adele um tíma. Goodis segir ólíklegt að Adele hefði náð árangrinum eingöngu með því að æfa meira. 

Goodis sagði í viðtali við The Sun að hún hefði kynnst Adele þegar söngkonan mætti í pilates-tíma með leikkonunni Aydu Field heima hjá Field og eiginmanni hennar Robbie Williams í Los Angeles. Goodis þjálfaði lengi Field en Adele er góð vinkona Field. 

„Ég held að henni finnist ekki gaman að æfa en hún hefur breytt um lífsstíl og ég trúi því að ástæðan sé 90 prósent megrun,“ sagði Goodis sem er þó ekki að þjálfa Adele þessa stundina. Goodis finnst líklegt að Adele hafi hætt að borða unna matvöru og sykur og hætt að drekka gos.

„Að hætta að borða unna matvöru, sykur og gos og koma sér upp æfingarútínu, eins og brennslu- og styrktaræfingum, breytir líkama fólks,“ sagði þjálfarinn. 

Söngkonan Adele.
Söngkonan Adele. AFP
mbl.is