Hlustaðu á sömu tónlist og frú Obama í ræktinni

Michelle Obama deildi ræktarlagalista sínum með fylgjendu,
Michelle Obama deildi ræktarlagalista sínum með fylgjendu, AFP

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, deildi á dögunum ræktarlagalistanum sínum. 

Frú Obama er ekki að stressa sig á því að vera „hipp og kúl“ þegar hún fer til þess að svitna og hefur frekar valið gamla og góða klassík. Á listanum má þó finna eitt og eitt nýtt lag, meðal annars með Lizzo, Childish Gambio, Cardi B og Beyoncé.

Obama segir í færslu sinni á Twitter að listinn komi sér í gegnum erfiðar æfingar og gefi sér aukaspark í rassinn. 

Ómeðvitað eða ekki birti Obama listann á svokölluðum „Quitters day“ eða á deginum sem flestir eru líklegir til að gefast upp á heilsutengdum áramótaheitum sínum. Þetta er því kærkomin innspýting fyrir þá sem voru alveg við það að gefast upp.

Svitnaðu við sömu lög og Michelle Obama.
Svitnaðu við sömu lög og Michelle Obama. WIN MCNAMEE
mbl.is