Þurí fór með lóðin út í skóg

Þurí æfði í skóginum.
Þurí æfði í skóginum. skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Þuríður Helgadóttir lætur lokun líkamsræktarstöðva ekki stoppa sig í að æfa. Þurí fór með handlóð út í skóg en hún býr og æfir í Sviss. 

Það er mikilvægt á streituvaldandi tímum að passa upp á andlega og líkamlega heilsu. Æfing og útivist geta þar skipt sköpum og því mikilvægt að geta æft. Þurí tók æfinguna alla leið og blandaði saman hreyfingu og útivist.

Hún tók 20 mínútna æfingu þar sem hún skipti á milli 6 æfinga. Fyrst 400 metra hlaup, þar á eftir snörun með handlóð, axlarpressu, hnébeygjur og thrusters sem er sambland af hnébeygju og axlarpressu. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman