Jónína Ben fór í meðferð í janúar

Jónína Benediktsdóttir fór í meðferð í janúar.
Jónína Benediktsdóttir fór í meðferð í janúar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heilsudrottningin Jónína Benediktsdóttir fór í meðferð fyrr á þessu ári. Þessu greinir Jónína frá í pistli á Facebook. Hún segir að hún hafi fundið í hjarta sínu að hún hafi þurft á hjálp að halda. Hjálpina fékk hún í Krýsuvík.

Hún segir að síðan árið 2000 hafi hún ekki treyst nokkrum manni og að það hafi þurft mikið til svo hún treysti meðferðaraðilunum fyrir áföllum sínum og sorgum. 

„Heiðarleikinn er lykillinn að heilsu — að viðurkenna að maður þurfi hjálp. Í kulnun, alkóhólisma, kvíða, áfallaröskunum, í ofbeldisfullum samböndum, hjónabandi eða í uppeldi er erfiðast að fella grímuna og segja „ég vil ekki halda áfram að lifa í þessu helvíti“. Vitandi að við erum öll syndug og mistæk, allt mannfólkið.

Í janúar gerði ég það og fór inn á þann umdeilda stað Krýsuvík sem er eina meðferðastöðin sem býður upp á langtíma meðferð og 12 sporavinnu sem fólk eins og ég gefum okkur aldrei tíma til þess að vinna heima hvað þá í stuttum heimsóknum á Vog eða Vík.

Hvernig mér leið í þessari uppgjöf verður ekki sagt hér í stuttri færslu en sú helvítis líðan mun aldrei gleymast,“ segir Jónína í pistli sínum.

„Krýsuvík er stjórnað af fólki sem ég dáðist að frá fyrsta degi, þarna kemur inn gömul kona, ég, þekkt kona með reynslu af meðferðum, með háskólamenntun, með tryggt bakland. Rágjafinn var viss um að ég væri að koma til þess að sækja um fyrir aðstandanda en svo var ekki. Guð svaraði bænum mínum og leiddi mig í burtu frá meðferðaheimili í Flórída inn á þessa umdeildu meðferðastöð, Krýsuvík, þar sem svín fengu óáreitt að ganga um í húsinu meðan það var í eyði en nú var orðið heimilið mitt.

Ég þoli ekki snobb og hlustaði því ekki á marga sem sögðu mér að ég ætti ekkert erindi þangað, fann í hjarta mínu að það var rangt. Hjartað mitt lýgur aldrei og ég fór,“ segir Jónína.

 Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál