Lítur út fyrir að vera áratugum yngri

Edson Brandao lítur ekki út fyrir að vera 53 ára.
Edson Brandao lítur ekki út fyrir að vera 53 ára. Skjáskot/Instagram

Hollenski áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Edson Brandao er 53 ára en segir að fólk telji hann oftast tuttugu árum yngri en hann raunverulega er. Hann þakkar hreinum lífsstíl unglegt útlit sitt.

Brandao segist hafa meiri orku nú en nokkru sinni fyrr. Hann hefur tileinkað sér jákvætt hugarfar, heilsusamlegt mataræði og hugsar mjög vel um húðina. Þá stundar hann líkamsrækt alla daga. Hann hefur aldrei farið í lýtaaðgerðir og segir að lykillinn að hraustlegu útliti sé að forðast sykur og unninn og brasaðan mat. Hann drekkur tvo lítra af vatni á dag og hefur aldrei reykt né neytt fíkniefna.

„Líkaminn er musteri mitt og þar sem sál mín býr. Þess vegna hugsa ég vel um þessa dýrmætu gjöf frá Guði,“ segir Brandao. 

„Fólki bregður alltaf þegar það kemst að því að ég er 53 ára. Allir halda að ég sé 25 ára. Það er frábært að ég geti veitt þeim innblástur til þess að tileinka sér betri lífsstíl,“ segir Brandao sem leggur mikla áherslu á jákvætt hugarfar.

„Að hugsa jákvætt sendir góða orku til líkamans og hugans. Ég trúi því að þannig hvetjir þú þig áfram að bættum lífsstíl og betri heilsu. Ég er sönnun þess að það er hægt að eldast vel. Fyrsta skrefið er að elska sjálfan sig. Þú ert í lagi eins og þú ert. Síðan skapar maður heilbrigðar venjur og er alltaf að minna sig á fyrir hvað maður er þakklátur,“ segir Brandao.

Venjulegur dagur í lífi Brandaos:

  • Ávaxtasmoothie
  • Múslí með hnetumjólk
  • Heimagerðar veganpönnukökur í morgunmat
  • Grillaður hvítur fiskur eða kjúklingur með grænmeti í hádegismat
  • Lax með sætum kartöflum í kvöldmat
mbl.is