Sollusjóður fékk 1,2 milljónir

Sólveig Eiríksdóttir.
Sólveig Eiríksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sollusjóður er góðgerðarverkefni Sólveigar Eiríksdóttur, eða Sollu Eiríks eins og hún er oft kölluð. Í gær afhenti Lionsklúbburinn Njörður Sollu og Sollusjóði 1,2 milljón króna styrk.

Í Sollusjóð geta íbúar Batahússins sótt styrk til að geta greitt fyrir þjónustu hjá sálfræðingum, fíknifræðingum, fjölskyldufræðingum og öðrum sálmeðferðaraðilum. Einnig er hægt að sækja um styrk til að komast til í sjúkraþjálfun, til tannlæknis eða til að sækja nám eða námskeið. 

Solla hefur í gegnum tíðina unnið mikið og gott starf til að hjálpa öðru fólki í baráttunni við bakkus en sjálf hætti hún að drekka fyrir nokkrum áratugum. 

Hér er Solla fyrir miðju ásamt Tolla og meðlimum Lionsklúbbsins …
Hér er Solla fyrir miðju ásamt Tolla og meðlimum Lionsklúbbsins Njarðar.

Solla tók við peningunum í gær á vinnustofu Tolla en í leiðinni fékk Batahúsið 900 þúsund krónur sem söfnuðust þegar Arnar Hauksson og Tolli Morthens fóru á topp Aconcagua í janúar til styrktar Batahússins. 

Batahúsið er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára eða eftir atvikum til skemmri tíma. Unnið er með einstaklingum á jafningjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða nálgun. 

Eitt af megin markmiðum Batahúss er að skapa aðstæður þannig að einstaklingur geti beint sjónum sínum frá neyslu og afbrotum og að sjálfsstyrkingu, vinnu, námi og samfélagslegri virkni. Aðstæður eru skapaðar með virðingu og kærleik að leiðarljósi.

Hægt er að styðja við starfsemi Batahúss með  frjálsum framlögum með tvennum hætti. Annars vegar með því að millifæra á Bata góðgerðarfélag sem sér um rekstur Batahússins. Hins vegar er hægt að millifæra í sérstakan Sollusjóð sem er sjálfstæður sjóður stofnaður af Bata góðgerðarfélagi. 
 
Kennitala Sollusjóðs er 630921-1390 og reikningsnúmer er 0537-26-7487

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál