Vaknaði í heilaskanna en var bara á breytingaskeiðinu

Björg Magnúsdóttir.
Björg Magnúsdóttir.

„Ég hef alltaf álitið sjálfa mig frekar vel lesna í sambandi við flest heilbrigðistengt, en eftir að hafa hingað til átt skrautlegt ár 2022 með sjúkrabílsinnlögnum í tvígang, fyrst vegna gruns um hjartatruflanir og síðar vegna yfirliðs á almannafæri þar sem ég vaknaði inni í heilaskanna sem og ýmiss konar mjög óþægilegra einkenna og almennrar vanlíðanar er ég loksins komin með á hreint, að ég er bara á breytingaskeiðinu,“ segir Björg. 

Halló! Felst það ekki í hitakófum, skapvonsku og þyngdaraukningu?

Ó, nei. Ég er búin að læra, af sárri reynslu, að það er svo margt og miklu meira en það.

Þegar litið er til baka þá hefur þetta líklega byrjað í rólegheitunum þegar ég var um 43 ára. Í dag er ég 49 ára og þetta kom með skelli í ár.  

Eftir alls konar rannsóknir, góðar samræður við vinkonur og kunningjakonur, fullt af „fundum með Gúggla“ og mörg þúsund króna fjárfestingum í jurta- og náttúrulækningalyfjum og nú síðast hormónageli frá kvensjúkdómalækni – þá er þetta allt að komast í jafnvægi.

„Einu“ kvillarnir sem ég berst við í dag, er endalaust suð fyrir eyrunum, sérstaklega á nóttunni, slitróttur svefn, kvíðaköst og stundum á ég erfitt með að tala í samfelldu máli.

En, þetta er allt að koma.

Listinn hér fyrir neðan er yfir 50 þekkt einkenni breytingaskeiðsins. Ef konur geta hakað við fleiri en 15, þá eru miklar líkur á því að líkami þeirra sé að „komast í gírinn“.

Einmitt núna passa 29 af þessum einkennum við mig en upphaflega gat ég merkt við 41 einkenni.

Líkamleg einkenni:

  • Verkir, eymsli og kláði sem kemur og fer.
  • Aumir eða verkjaðir liðir og vöðvar (ekki vegna æfinga eða áverka), sérstaklega í hnakkanum, öxlum, í höfðinu og andlitinu.
  • Eymsli og þrýstingur í höfðinu og andlitinu í kringum kjálkana, gómana, tennurnar og jafnvel tannfyllingar.
  • Seyðingur í handleggjum og leggjum.

 Hjartað:

  • Örari hjartsláttur sem skýrist ekki af líkamsrækt eða sjúkdómi.
  • Þrýstingur bæði framan og aftan á brjóstkassanum.
  • Tímabil með skyndilegum ótta og kvíða að ástæðulausu.
  • Tilfinning fyrir því að vera gjörsamlega örvinda á líkama og sál.

Heyrnin:

  • Aukin næmni fyrir hljóðum.
  • Endalaust suð eða seyðingur fyrir eyrunum.
  • Þig svimar og líður eins og þú sért að missa jafnvægið.
  • Þú heyrir undarleg og óútskýranleg hljóð.

Sjónin

  • Sjónbreytingar.
  • Þú sérð ljósgeisla í útjaðri sjónsviðsins.
  • Þurrkur og kláði í augum, óskýr sjón, sem e.t.v. lýsir sér sem þoka eða með ljósblettum.
  • Þú sérð áru í kringum dýr og manneskjur.
  • Þú hefur á tilfinningunni að þú eigir erfitt með að staðsetja þig rétt í rými.

Matur og melting:

  • Breyting á matarlyst, matarvenjum og meltingu.
  • Ert annað hvort ávallt svöng eða hefur alls ekki matarlyst.
  • Breyting á bragðskyni.
  • Þú upplifir að fá löngun í „skrítinn“ mat og drykki.
  • Þú borðar hollar og náttúrulegar og þú missir áhuga og lyst á óhollu fæði.
  • Meltingartruflanir, uppþemba og almenn óþægindi í meltingarveginum.
  • Þyngist hratt eða léttist hratt.

Tilfinningalegar breytingar:

  • Þú upplifir leiða að ástæðulausu.
  • Þú upplifir að þú sért einskis virði eða þú hafir breyst.
  • Gamlar staðhæfingar stemma ekki lengur, þér liður eins og þú sért án tengingar eða á annarri bylgjulengd en aðrir. 
  • Sjálfstraust minnkar. 
  • Þú færð grátköst af ástæðulausu. 
  • Þú upplifir einmanaleika og einangrun, líka þegar þú ert í félagsskap með öðrum, svona eins og að þeir sjái þig hvorki né heyri.
  • Þig langar ekki að vera innan um margt fólk.
  • Almennur leiði.
  • Skortur á hvata í sambandi við áhugamál eða frístundir.
  • Þú verður klaufalegri, missir jafnvægið, rekst á hluti, eins og þú eigir erfiðara með að samræma hreyfingu útlimanna.
  • Þú verður stressuð að ástæðulausu.
  • Skammvinnt minnisleysi, þú gleymir orðum í miðri setningu, upplifir heilaþoku.
  • Óútskýranlegar áhyggjur eða ofsahræðsla.
  • Þú upplifir að þú sért að fá taugaáfall eða sért að missa takið á veruleikanum. 

 Svefn og draumfarir:

  • Óvenjulegt svefnmynstur og breytt svefnþörf.
  • Þú sefur í stuttum lúrum, vaknar alltaf á milli
  • Þér finnst þú vera orkumeiri á nóttunni, sértaklega á milli klukkan 2 og 4.
  • Tímabil með svefnleysi, stundum margar nætur í röð.
  • Villtir og skrítnir draumar.

Flensu- eða kvefeinkenni – sem verða svo ekki að neinu:

  • Þú ert eins og stífluð í hausnum, ofnæmiseinkenni.
  • Breyting á líkamshita.
  • Þú þolir síður hita og kulda.
  • Hrollur eða hitakóf, nætursviti og eins og heitar öldur sem skella gegnum líkamann.

Þreyta:

  • Þú finnur fyrir þreytu, þrátt fyrir að hafa sofið vel alla nóttina.
  • Þörf fyrir að leggja þig, einu sinni eða oftar á dag.
  • Þér finnst þú vera eiturhress og full af orku, þrátt fyrir að hafa sofið illa um nóttina.

Sem betur fer er umræðan um breytingaskeiðið og alla þá fjölbreyttu fylgikvilla sem margar konur berjast við byrjuð að koma upp á yfirborðið í almennri umræðu.

Síðustu árin hef ég séð margar kunningja- og samstarfskonur lenda í kulnun, þunglyndi og almennri vanlíðan. Sumar hafa jafnvel yfirgefið vinnumarkaðinn um tíma vegna þessa.

Ef umræðan hefði verið opnari þá hefði kannski verið hægt að aðstoða fleiri þeirra við að sjá, að þetta gæti „bara“ stafað af hormónabreytingum og þess vegna verið hægt að stytta og jafnvel koma í veg fyrir vanlíðan þeirra.

Allan vanda er auðveldara að fást við ef á hann eru sett orð. Ekkert er mikilvægara en að deila reynslu sinni ef það getur, á einhvern máta, aðstoðað aðra við að komast heill í gegnum og í gegnum helvítis breytingarskeiðið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda