Ístertur fyrir þá sem eru ekki með meirapróf í eldhúsinu

Oreo-ísterta er einföld í matreiðslu.
Oreo-ísterta er einföld í matreiðslu. mbl.is/Irja Gröndal

Jólin eru tími vesens-eftirrétta. Á jólunum viljum við leyfa okkur örlítið meira en venjulega og þá er gaman að bera eitthvað fram sem er ekki hversdagslegt. Ef þú vilt slá í gegn í þínu nærumhverfi þá ættirðu að prófa að útbúa ístertu fyrir jólin. Eina með Oreo-kökubragði og aðra með karamellu- og appelsínubragði. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is

Þessar ístertur eru alls ekki flóknar í matreiðslu og bakstri þótt það taki svolítinn tíma að búa þær til. Auðvitað tekur ekki langan tíma að þeyta saman egg og sykur og setja inn í ofn en það vex fólki stundum í augum að neyðast til að gera eitthvað í tvennu lagi. Það að búa til svona ístertur er því ágætis æfing fyrir óþolinmóða. Þegar fólk er búið að setja á sig svuntuna vill það oft drífa hlutina af. Það að búa til ístertu er tilvalið að gera áður en allt jólastússið hellist yfir. Best er að byrja klukkan níu um kvöld og fara svo snemma í háttinn. Áður en baksturinn hefst er nauðsynlegt að fara í Nettó og birgja sig upp af lífrænu súkkulaði frá Änglamark og auðvitað öllu sem þarf í baksturinn.
mbl.is/Irja Gröndal

Draumkennd Oreo-ísterta

Mikið Oreo-kökuæði hefur geisað hjá unga fólkinu síðustu ár. Það er ekkert skrýtið því um leið og þú kemst upp á lag með kökuátið getur verið erfitt að stoppa.

Botn

3 eggjahvítur stífþeyttar

100 g sykur

½ tsk lyftiduft

½ tsk lífrænt eplaedik frá Änglamark

Aðferð

Botninn er gerður alveg eins og fólk væri að fara að baka marengs-köku. Þrjú egg eru tekin og aðskilin og eggjahvíturnar stífþeyttar á meðan eggjarauðurnar eru settar til hliðar og notaðar í ísinn sjálfan. Svo er sykurinn settur saman við og haldið áfram að þeyta. Lyftidufti og eplaediki er bætt út í. Fólk veit að búið er að þeyta deigið nógu vel þegar hægt er að taka skálina úr hrærivélinni og snúa henni á hvolf án þess að deigið fari út um allt.

Ofninn er stilltur á 175 gráður.

Best er að baka ístertuna í smelluformi og nauðsynlegt að setja bökunarpappír í formið áður en deigið er sett í. Bakaðu botninn í 20-25 mínútur. Fólk sem er með meirapróf í eldhúsinu bakar svona botna fyrir háttinn því botninn verður ennþá betri ef hann fær að kólna inni í ofni. Morguninn eftir er svo hægt að halda áfram með ístertuna.

Það er best að baka botninn í smelluformi og setja …
Það er best að baka botninn í smelluformi og setja svo ísinn yfir. mbl.is/Irja Gröndal
Oreo-ísinn sjálfur

3 eggjarauður

100 g sykur

3 dl rjómi

200 g Oreo Crumbs með kremi (fæst í Nettó)

Aðferð

Byrjaðu á því að þeyta rjómann og settu hann til hliðar. Þá eru eggjarauður þeyttar saman ásamt sykrinum. Best er að þeyta þetta tvennt saman þangað til blandan verður rjómakennd. Þá eru Oreo Crumbs, sem er svona Oreo-köku-mulningur, sett út í. Þessi mulningur er einn af þessum bráðnauðsynlega óþarfa sem kryddar tilveru nútímafólks. Annars er líka hægt að kaupa pakka af Oreo-kökum, setja þær í blandara, og setja út í. Þá er rjómanum bætt varlega út í og ísinn sjálfur tilbúinn. Hann er settur ofan á botninn og inn í frysti. Best er að frysta kökuna í allavega átta klukkutíma áður en hún er borin fram.

Karamellu-appelsínu-ísterta með salthnetum.
Karamellu-appelsínu-ísterta með salthnetum. mbl.is/Irja Gröndal

Karamellu-appelsínu-ísterta með salthnetum

Þegar salthnetur hitta appelsínu- og karamellusúkkulaði frá Änglamark lifna bragðlaukarnir við. Appelsínur minna marga á jólin og því ekki úr vegi að nota súkkulaði með slíku bragði í jólabaksturinn.

Botn

100 g lífrænar salthnetur frá Änglamark

100 g púðursykur

½ tsk lyftiduft

3 eggjahvítur

Aðferð Stífþeyttu eggjahvítur og púðursykur saman. Þegar deigið er orðið stinnt og þétt er lyftiduftinu bætt út í ásamt salthnetunum. Deigið þeytt aðeins betur og sett í smelluform klætt smjörpappír.

Stillið ofninn á 175°C og bakið botninn í 20-25 mínútur. Þá er gott að slökkva á ofninum og leyfa kökunni að kúra í honum yfir nótt.

Karamellu-appelsínuís

3 eggjarauður

50 g púðursykur

2 plötur af Caramel Orange-súkkulaði frá Änglamark

3 dl rjómi

Aðferð Byrjaðu á að þeyta rjómann og setja hann til hliðar. Þeyttu eggjarauður og púðursykur saman og meðan það er að þeytast vel er súkkulaðið skorið smátt. Bættu því út í sykur- og eggjablönduna. Þá er þeytta rjómanum bætt út í. Ísinn er settur yfir botninn og settur inn í frysti. Best er að láta ístertuna vera í frysti í átta klukkutíma áður en hún er borin fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál