Sveinn Andri og Hanna Birna bjuggu einu sinni á Ægisíðu 96

Það hafa fjölmargir þekktir einstaklingar búið í húsinu við Ægisíðu …
Það hafa fjölmargir þekktir einstaklingar búið í húsinu við Ægisíðu 96. Þar á meðal Sveinn Andri Sveinsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is

Í gær sagði Smartland Mörtu Maríu frá því að Þorsteinn B. Friðriksson í Plain Vanilla hefði keypt tvær íbúðir við Ægisíðu 96 að verðmæti 100 milljónir. Fræga fólkið hefur sótt í þessa húseign en bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sveinn Andri Sveinsson hafa búið í húsinu ásamt fleirum þekktum einstaklingum í íslensku samfélagi. Í húsinu eru fjórar íbúðir, kjallari, tvær hæðir og ris.

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Jens Árnason fluttu úr risinu á Ægisíðu 96 árið 2000 eftir að hafa búið þar frá árinu 1996. Í sömu íbúð bjó áður Elvar Aðalsteinsson sem nú framleiðir kvikmyndir í Lundúnum og á undan honum stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson ásamt þáverandi eiginkonu sinni.

Á efri hæðinni bjó lengi Eyjólfur Sveinsson, fyrrverandi eigandi DV, á árunum 2000-2004. Hann átti einnig neðri hæðina sem hann festi kaup á árið 2000 en seldi sambýliskonu sinni, Bergþóru Evu Guðbergsdóttur fréttakonu, íbúðina 2002. Árið 2005 seldi Bergþóra Eva íbúðina og var kaupandinn Þórður Sigfús Ólafsson, sem er sonur Ingibjargar Þórðardóttur, eiganda fasteignasölunnar Híbýla. Þórður seldi Sif fasteignafélagi íbúðina 21. febrúar síðastliðinn en Þorsteinn B. Friðriksson er eigandi þess félags.

Sveinn Andri Sveinsson bjó á Ægisíðu 96 á árunum 1991-1996.
Sveinn Andri Sveinsson bjó á Ægisíðu 96 á árunum 1991-1996. Ljósmynd/Björn Blöndal
Hanna Birna Kristjánsdóttir bjó á árinum 1996-2000 á Ægisíðu 96.
Hanna Birna Kristjánsdóttir bjó á árinum 1996-2000 á Ægisíðu 96. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is