Þetta er 165 milljóna leynihúsið í Fossvogi

Sömu eigendur hafa verið að húsinu síðan 1998 en um …
Sömu eigendur hafa verið að húsinu síðan 1998 en um tíma leigðu Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir húsið. mbl.is/Árni Sæberg

Upp á síðkastið hefur einbýlishús í Fossvogi verið auglýst til sölu á fasteignavef mbl.is. Það sem vekur athygli er að 165 milljónir eru settar á húsið og það sagt vera um 500 fm að stærð og á tveimur hæðum. Þar sem afar fá hús af þessari stærðargráðu eru í hverfinu fór Smartland Mörtu Maríu á stúfana og fann húsið. 

Húsið er í einkasölu á fasteignasölunni Stakfell og hefur það verið að detta inn og út af fasteignavefnum. Í fasteignaauglýsingum er húsið sagt standa við Fossvog 1, en það götuheiti er ekki til. 

Húsið hefur verið í eigu sömu hjónanna síðan 1998 og var það mikið endurnýjað 2004. Fasteignamat hússins eru rúmlega 109 milljónir en brunabótamat rúmar 56 milljónir.

Húsið er sannkallað glæsihús en það var í útleigu um tíma og voru það hjónin Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir sem leigðu húsið af núverandi eigendum.

HÉR er hægt að skoða teikningar af húsinu.

Húsið sem auglýst var til sölu stendur við Láland 1 …
Húsið sem auglýst var til sölu stendur við Láland 1 í Fossvogi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál