Þaklaust hús á rúmlega 21 milljón

Dreymir þig um að gera upp fasteign eftir þínu höfði? Hér gæti verið tækifæri fyrir þig en við Fýlshóla 6 í Breiðholti stendur hús sem byggt var 1977. Í dag er húsið þaklaust og þarfnast mikilla endurbóta. 

„Húsið þarfnast gagngerrar endurnýjunar m.a er búið að taka þakið af húsinu og væntanlega eru allar lagnir ónýtar. Frábær staðsetning og miklir möguleikar. 

Samkvæmt skráningu er birt stærð hússins 293,7 fm og þar af er húsið skráð 242,7 fm og bílskúrinn er skráður 51 fm.  Samkvæmt nýrri skráningartöflu má stækka húsið í allt að rétt tæplega 460 fm,“ segir í auglýsingu frá Eignamiðlun. 

Eins og sjá má er húsið í grunninn vel skipulagt og hefur einhvern tímann verið reislulegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Fýlshólar 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál