Skandinavískur stíll, hvað er málið í dag?

Notaðu hirslurnar til skreytingar.
Notaðu hirslurnar til skreytingar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki hægt að fletta blaði án þess að fólk segist vera undir skandinavískum áhrifum þegar kemur að heimilisstílnum. Norræn heimili eru þó mjög misjöfn og mismunandi hvað er í tísku. Elle Decor tók saman langan lista af norrænum hemilistískustraumum og hér er brot af því fyrir fólk sem vill vera með á nótunum þegar kemur að norrænum heimilum. 

Hóflegur stíll

Lagom er komið frá frændum okkur Svíum en það þykir ekkert fínna en að fara þennan gullna meðalveg og velja inn á heimilið hvorki of mikið né of lítið. 

Ekki of mikið, ekki of lítið.
Ekki of mikið, ekki of lítið. mbl.is/Thinkstockphotos

Geymslupláss að skrauti

Þetta getur verið fatahengi eða hilla. Í stað þess að troða fötunum inn í skáp og öllu drasli ofan í skúffu er hægt að raða fáum flíkum eða hlutum fallega á fatahengið eða hilluna. 

Blár litur

Blái liturinn er sagður vera í tísku á norrænum heimilum og þá skemmir ekki fyrir ef blái liturinn sker sig frá hvíta litnum. 

Notað leður

Gamalt og notað hefur lengi einkennt klassísk skandinavísk heimili. Það skemmir því ekki fyrir ef fólk kemur auga á gömul húsgögn, til dæmis úr leðri, og enn betra ef það sér vel á leðrinu. 

Passaðu upp á tæknilausu rýmin.
Passaðu upp á tæknilausu rýmin. mbl.is/Thinkstockphotos

Tæknilaus rými

Þetta tískufyrirbrigði er líklega hollt fyrir flesta en það er tilvalið að henda til dæmis símum, tölvum og spjaldtölvum út úr svefnherberginu og búa til notalegt rými með púðum, teppum og öðru sem lætur manni líða vel. 

Skemmtileg uppröðun á ljósum

Hver segir að það þurfi að vera eitt stórt yfir miðju borðstofuborðinu. Leiktu þér með stærð og hæð á ljósum að skandinavískum sið og búðu þannig til innsetningu með ljósunum heima hjá þér. 

Raðaðu ljósunum upp á skemmtilegan hátt.
Raðaðu ljósunum upp á skemmtilegan hátt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál