Notaði heimili sitt sem tilraunastofu

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg

Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix er sérfræðingur þegar kemur að vali á litum á veggi heimilisins. Hún verður með litaráðgjöf í Slippfélaginu Skútuvogi frá klukkan 11 til 14 á morgun, laugardag. 

Hvað er að gerast í litaheiminum þessa dagana?

„Hlýrri litir að sunnan eru í augsýn, meiri vísun í jarðarliti og pastel á undanhaldi,“ segir Sesselja. 

Hvaða litum ert þú spenntust fyrir?

„Ég er spenntust fyrir grænum og bláum tónum og svo er ég mjög mikið „svag“ fyrir hlédrægum litum með undirtón eins og til dæmis Temmilegur úr litakortinu okkar.“

Finnst þér litapalletta inni á heimilum fólks vera að breytast?

„Já, mér finnst reyndar Íslendingar, þvert á hvað almennt er trúað, vera litaglaðir. Þeim finnst ekkert mál að mála. Litir eru þó persónulegir og velur fólk þá eftir hvernig þeim líður í kringum þá frekar en annað. Heilmálun er líka algengari í dag í öðrum lit en hvítum og gráum. Ég veit meira að segja um eina drottningu hér í Reykjavík sem heilmálaði allt hjá sér í Sjúklegum, sem er dásamlegur grábleikur litur,“ segir hún.

Litakort Fröken Fix hjá Slippfélaginu hefur notið vinsælda. Nú eru komnir tveir nýir litir í litaspjaldi. 

„Við bættum við fjórum nýjum litum árið 2017 og nú aftur árið 2018. Þeir nýju heita Temmilegur, Glæsilegur, Huggulegur og Dásamlegur,“ segir hún. 

Sesselja festi kaup á húsi nýlega og hefur gert það upp á heillandi hátt. Hvaða liti ertu að nota á eigin heimili?

„Þessir nýju litir eru auðvitað allsráðandi enda notaði ég húsið mitt sem tilraunastofu á því að finna nýja liti. Húsið er mjög bjart með gluggum á alla vegu og eru litirnir afrakstur hugleiðinga minna þar. Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að breytast á veggjunum eftir árstíð og hvort sé morgun eða kvöld.“

Hvernig muntu ráðleggja fólki á Litadögunum?

„Ég geri ráð fyrir því að fólk muni spyrja mig að alls konar hlutum og mun ég bara gera mitt besta að svara öllum litatengdum spurningum, hlakka bara til!“ 

Notalegur.
Notalegur.
Sjúklegur.
Sjúklegur.
mbl.is

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

19:00 Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

15:00 „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

10:30 Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

05:52 Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í gær Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

í gær Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

í gær „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

í gær Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

í gær Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

í gær Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

9.12. Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

9.12. Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »