Notaði heimili sitt sem tilraunastofu

Sesselja Thorberg er Fröken Fix.
Sesselja Thorberg er Fröken Fix. Ljósmynd/Saga SIg

Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix er sérfræðingur þegar kemur að vali á litum á veggi heimilisins. Hún verður með litaráðgjöf í Slippfélaginu Skútuvogi frá klukkan 11 til 14 á morgun, laugardag. 

Hvað er að gerast í litaheiminum þessa dagana?

„Hlýrri litir að sunnan eru í augsýn, meiri vísun í jarðarliti og pastel á undanhaldi,“ segir Sesselja. 

Hvaða litum ert þú spenntust fyrir?

„Ég er spenntust fyrir grænum og bláum tónum og svo er ég mjög mikið „svag“ fyrir hlédrægum litum með undirtón eins og til dæmis Temmilegur úr litakortinu okkar.“

Finnst þér litapalletta inni á heimilum fólks vera að breytast?

„Já, mér finnst reyndar Íslendingar, þvert á hvað almennt er trúað, vera litaglaðir. Þeim finnst ekkert mál að mála. Litir eru þó persónulegir og velur fólk þá eftir hvernig þeim líður í kringum þá frekar en annað. Heilmálun er líka algengari í dag í öðrum lit en hvítum og gráum. Ég veit meira að segja um eina drottningu hér í Reykjavík sem heilmálaði allt hjá sér í Sjúklegum, sem er dásamlegur grábleikur litur,“ segir hún.

Litakort Fröken Fix hjá Slippfélaginu hefur notið vinsælda. Nú eru komnir tveir nýir litir í litaspjaldi. 

„Við bættum við fjórum nýjum litum árið 2017 og nú aftur árið 2018. Þeir nýju heita Temmilegur, Glæsilegur, Huggulegur og Dásamlegur,“ segir hún. 

Sesselja festi kaup á húsi nýlega og hefur gert það upp á heillandi hátt. Hvaða liti ertu að nota á eigin heimili?

„Þessir nýju litir eru auðvitað allsráðandi enda notaði ég húsið mitt sem tilraunastofu á því að finna nýja liti. Húsið er mjög bjart með gluggum á alla vegu og eru litirnir afrakstur hugleiðinga minna þar. Allir eiga þeir þó það sameiginlegt að breytast á veggjunum eftir árstíð og hvort sé morgun eða kvöld.“

Hvernig muntu ráðleggja fólki á Litadögunum?

„Ég geri ráð fyrir því að fólk muni spyrja mig að alls konar hlutum og mun ég bara gera mitt besta að svara öllum litatengdum spurningum, hlakka bara til!“ 

Notalegur.
Notalegur.
Sjúklegur.
Sjúklegur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál