Rifu allt út í þriðja sinn á þremur árum

Petra Breiðfjörð segist vera algjör heimilisperri og hefur lært margt ...
Petra Breiðfjörð segist vera algjör heimilisperri og hefur lært margt á síðustu þremur árum. Ljósmynd/Aðsend

Petra Beiðfjörð gerði upp þriðja eldhúsið á þremur árum þegar hún flutti til Dalvíkur á síðasta ári ásamt manni sínum, Inga Val­ Davíðssyni, og sonum þeirra tveimur. Petru hafði lengi dreymt um svart eldhús en lét ekki verða af því fyrr en nú. Nýja húsið er nánast tilbúið en Petra hefur lært á öllum framkvæmdunum að ekki þurfi að klára hvert smáatriði strax.  

„Síðustu tvö eldhús hafa verið hvít hjá okkur þannig okkur fannst timabært að breyta og fara aðeins út fyrir þægindarammann. Ég gat eitt endlausum tíma í að skoða alsvört eldhús á Pinterest og látið mig dreyma. En það var alltaf spurningin um hvernig það væri að halda því hreinu og hvort það væri ekki of dökkt. Þannig að við enduðum alltaf í hvítu eldhúsi því það var öruggi en leiðinlegi valkosturinn,“ segir Petra sem fékk loksins svart eldhús þegar hún flutti.

Myndir af eldhúsinu fyrir breytingar sýna vel að eldhúsið í húsinu á Dalvík var langt frá því að vera draumaeldhúsið þegar þau keyptu húsið. 

Gömul eldhúsinnrétting var í eldhúsinu.
Gömul eldhúsinnrétting var í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend
Gamla eldhúsinnréttingin fékk að fjúka.
Gamla eldhúsinnréttingin fékk að fjúka. Ljósmynd/Aðsend
Rífa þurfti eldhúsinnréttinguna og brjóta upp flísar.
Rífa þurfti eldhúsinnréttinguna og brjóta upp flísar. Ljósmynd/Aðsend

„Loksins varð svart eldhús að veruleika. Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið allt svart. Það er alls ekki of dökkt og virkar sjúllað vel því gólfefnið er svo ljóst. Það er ekkert verra að þrífa þetta eldhús heldur en hvíta. Ef eitthvað er það bara betra. Sér minna á því. Borðplatan er samt ekkert til að hrópa húrra yfir en látum hana duga. Það eiga eftir að koma stórar flísar fyrir ofan vegginn við vaskinn en hráa lúkkið má vera í einhvern tíma.

Það sem við gerðum til að stækka eldhúsið var að bæta einni einingu við gluggann við ofninn og hafa þá bara borðstofuborð. Þannig að eldhúsið er upp við þrjá veggi. Við hugsuðum að við gætum alveg komist upp með það fyrst við tókum niður vegg til þess að stækka rýmið og já, vera bara með borðstofu. Eldhúsið er ekkert kaldara og allir sáttir.“

Petra og Ingi Valur ætla að setja flísar fyrir ofan ...
Petra og Ingi Valur ætla að setja flísar fyrir ofan vaskinn en eru rólegri en áður og ætla ekki að klára allt strax. Ljósmynd/Aðsend
Þegar þau fluttu inn var ekki innrétting undir glugganum.
Þegar þau fluttu inn var ekki innrétting undir glugganum. Ljósmynd/Aðsend

Petra segir það ekki hafa verið planið að kaupa þrjú hús á þremur árum og endurgera eldhúsin í öll skiptin. Þau seldu síðasta húsið sem þau bjuggu í áður en þau fluttu á Dalvík eftir aðeins tíu mánuði í húsinu. 

„Við vorum með plan um að flytja út. Ég ætlaði í skóla, verða fræg og okkur langaði að prufa eitthvað nýtt. Það gekk ekki eins og við vildum. Við völdum að fjárfesta á Dalvík og aldrei liðið betur heldur en hér. Það tekur mig í mesta lagi fimm mínútur að ganga í ræktina sem seldi okkur þetta alveg.“

Góðir skápar eru í eldhúsinu.
Góðir skápar eru í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Petra segir að nýja húsið sé fullkomið fyrir þau enda bara á einni hæð og stærðin fullkomin fyrir fjölskylduna. Hitt húsið hafi bæði verið stórt og gamalt og því fylgdu miklar framkvæmdir. 

„Framkvæmdarárið í gamla húsinu var alveg að ganga frá okkur. Við vissum hvorugt hverju við áttum von á þegar við keyptum húsið og hvað var virkilega fram undan. Í stuttu máli held ég að „strax“ veikin sé rosalega mikið að kikka inn hjá fólki og heldur betur gerði það hjá mér. Ég var ekki friðlaus fyrr en það var búið að setja gólflista eða henda einni mynd upp. Forgangsröðin fór bara í bull og það þurfti smá tíma í að átta okkur á því að lífið snýst ekki bara um að eyða öllum tímanum sínum í að spasla í skrúfugöt,“ segir Petra sem er búin að finna ró í nýja húsinu. 

Petra segist vera algjör heimilisperri og er dugleg að sýna frá heimilinu á Instagram. 

View this post on Instagram

😺

A post shared by P E T R A B R E I Ð F J Ö R Ð (@petra_breidfjord) on Dec 17, 2018 at 7:58am PST

Horft inn í eldhúsið þegar vinnan stóð sem hæst.
Horft inn í eldhúsið þegar vinnan stóð sem hæst. Ljósmynd/Aðsend 

mbl.is

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

15:00 Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

14:00 Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

10:21 Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

06:00 „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

í gær Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

í gær Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

í gær Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

í gær Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

14.1. Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

14.1. Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

14.1. Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

14.1. Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »
Meira píla