Rifu allt út í þriðja sinn á þremur árum

Petra Breiðfjörð segist vera algjör heimilisperri og hefur lært margt …
Petra Breiðfjörð segist vera algjör heimilisperri og hefur lært margt á síðustu þremur árum. Ljósmynd/Aðsend

Petra Beiðfjörð gerði upp þriðja eldhúsið á þremur árum þegar hún flutti til Dalvíkur á síðasta ári ásamt manni sínum, Inga Val­ Davíðssyni, og sonum þeirra tveimur. Petru hafði lengi dreymt um svart eldhús en lét ekki verða af því fyrr en nú. Nýja húsið er nánast tilbúið en Petra hefur lært á öllum framkvæmdunum að ekki þurfi að klára hvert smáatriði strax.  

„Síðustu tvö eldhús hafa verið hvít hjá okkur þannig okkur fannst timabært að breyta og fara aðeins út fyrir þægindarammann. Ég gat eitt endlausum tíma í að skoða alsvört eldhús á Pinterest og látið mig dreyma. En það var alltaf spurningin um hvernig það væri að halda því hreinu og hvort það væri ekki of dökkt. Þannig að við enduðum alltaf í hvítu eldhúsi því það var öruggi en leiðinlegi valkosturinn,“ segir Petra sem fékk loksins svart eldhús þegar hún flutti.

Myndir af eldhúsinu fyrir breytingar sýna vel að eldhúsið í húsinu á Dalvík var langt frá því að vera draumaeldhúsið þegar þau keyptu húsið. 

Gömul eldhúsinnrétting var í eldhúsinu.
Gömul eldhúsinnrétting var í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend
Gamla eldhúsinnréttingin fékk að fjúka.
Gamla eldhúsinnréttingin fékk að fjúka. Ljósmynd/Aðsend
Rífa þurfti eldhúsinnréttinguna og brjóta upp flísar.
Rífa þurfti eldhúsinnréttinguna og brjóta upp flísar. Ljósmynd/Aðsend

„Loksins varð svart eldhús að veruleika. Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið allt svart. Það er alls ekki of dökkt og virkar sjúllað vel því gólfefnið er svo ljóst. Það er ekkert verra að þrífa þetta eldhús heldur en hvíta. Ef eitthvað er það bara betra. Sér minna á því. Borðplatan er samt ekkert til að hrópa húrra yfir en látum hana duga. Það eiga eftir að koma stórar flísar fyrir ofan vegginn við vaskinn en hráa lúkkið má vera í einhvern tíma.

Það sem við gerðum til að stækka eldhúsið var að bæta einni einingu við gluggann við ofninn og hafa þá bara borðstofuborð. Þannig að eldhúsið er upp við þrjá veggi. Við hugsuðum að við gætum alveg komist upp með það fyrst við tókum niður vegg til þess að stækka rýmið og já, vera bara með borðstofu. Eldhúsið er ekkert kaldara og allir sáttir.“

Petra og Ingi Valur ætla að setja flísar fyrir ofan …
Petra og Ingi Valur ætla að setja flísar fyrir ofan vaskinn en eru rólegri en áður og ætla ekki að klára allt strax. Ljósmynd/Aðsend
Þegar þau fluttu inn var ekki innrétting undir glugganum.
Þegar þau fluttu inn var ekki innrétting undir glugganum. Ljósmynd/Aðsend

Petra segir það ekki hafa verið planið að kaupa þrjú hús á þremur árum og endurgera eldhúsin í öll skiptin. Þau seldu síðasta húsið sem þau bjuggu í áður en þau fluttu á Dalvík eftir aðeins tíu mánuði í húsinu. 

„Við vorum með plan um að flytja út. Ég ætlaði í skóla, verða fræg og okkur langaði að prufa eitthvað nýtt. Það gekk ekki eins og við vildum. Við völdum að fjárfesta á Dalvík og aldrei liðið betur heldur en hér. Það tekur mig í mesta lagi fimm mínútur að ganga í ræktina sem seldi okkur þetta alveg.“

Góðir skápar eru í eldhúsinu.
Góðir skápar eru í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Petra segir að nýja húsið sé fullkomið fyrir þau enda bara á einni hæð og stærðin fullkomin fyrir fjölskylduna. Hitt húsið hafi bæði verið stórt og gamalt og því fylgdu miklar framkvæmdir. 

„Framkvæmdarárið í gamla húsinu var alveg að ganga frá okkur. Við vissum hvorugt hverju við áttum von á þegar við keyptum húsið og hvað var virkilega fram undan. Í stuttu máli held ég að „strax“ veikin sé rosalega mikið að kikka inn hjá fólki og heldur betur gerði það hjá mér. Ég var ekki friðlaus fyrr en það var búið að setja gólflista eða henda einni mynd upp. Forgangsröðin fór bara í bull og það þurfti smá tíma í að átta okkur á því að lífið snýst ekki bara um að eyða öllum tímanum sínum í að spasla í skrúfugöt,“ segir Petra sem er búin að finna ró í nýja húsinu. 

Petra segist vera algjör heimilisperri og er dugleg að sýna frá heimilinu á Instagram. 

View this post on Instagram

😺

A post shared by P E T R A B R E I Ð F J Ö R Ð (@petra_breidfjord) on Dec 17, 2018 at 7:58am PST

Horft inn í eldhúsið þegar vinnan stóð sem hæst.
Horft inn í eldhúsið þegar vinnan stóð sem hæst. Ljósmynd/Aðsend



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál