Rifu allt út í þriðja sinn á þremur árum

Petra Breiðfjörð segist vera algjör heimilisperri og hefur lært margt ...
Petra Breiðfjörð segist vera algjör heimilisperri og hefur lært margt á síðustu þremur árum. Ljósmynd/Aðsend

Petra Beiðfjörð gerði upp þriðja eldhúsið á þremur árum þegar hún flutti til Dalvíkur á síðasta ári ásamt manni sínum, Inga Val­ Davíðssyni, og sonum þeirra tveimur. Petru hafði lengi dreymt um svart eldhús en lét ekki verða af því fyrr en nú. Nýja húsið er nánast tilbúið en Petra hefur lært á öllum framkvæmdunum að ekki þurfi að klára hvert smáatriði strax.  

„Síðustu tvö eldhús hafa verið hvít hjá okkur þannig okkur fannst timabært að breyta og fara aðeins út fyrir þægindarammann. Ég gat eitt endlausum tíma í að skoða alsvört eldhús á Pinterest og látið mig dreyma. En það var alltaf spurningin um hvernig það væri að halda því hreinu og hvort það væri ekki of dökkt. Þannig að við enduðum alltaf í hvítu eldhúsi því það var öruggi en leiðinlegi valkosturinn,“ segir Petra sem fékk loksins svart eldhús þegar hún flutti.

Myndir af eldhúsinu fyrir breytingar sýna vel að eldhúsið í húsinu á Dalvík var langt frá því að vera draumaeldhúsið þegar þau keyptu húsið. 

Gömul eldhúsinnrétting var í eldhúsinu.
Gömul eldhúsinnrétting var í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend
Gamla eldhúsinnréttingin fékk að fjúka.
Gamla eldhúsinnréttingin fékk að fjúka. Ljósmynd/Aðsend
Rífa þurfti eldhúsinnréttinguna og brjóta upp flísar.
Rífa þurfti eldhúsinnréttinguna og brjóta upp flísar. Ljósmynd/Aðsend

„Loksins varð svart eldhús að veruleika. Ég sé alls ekki eftir því að hafa valið allt svart. Það er alls ekki of dökkt og virkar sjúllað vel því gólfefnið er svo ljóst. Það er ekkert verra að þrífa þetta eldhús heldur en hvíta. Ef eitthvað er það bara betra. Sér minna á því. Borðplatan er samt ekkert til að hrópa húrra yfir en látum hana duga. Það eiga eftir að koma stórar flísar fyrir ofan vegginn við vaskinn en hráa lúkkið má vera í einhvern tíma.

Það sem við gerðum til að stækka eldhúsið var að bæta einni einingu við gluggann við ofninn og hafa þá bara borðstofuborð. Þannig að eldhúsið er upp við þrjá veggi. Við hugsuðum að við gætum alveg komist upp með það fyrst við tókum niður vegg til þess að stækka rýmið og já, vera bara með borðstofu. Eldhúsið er ekkert kaldara og allir sáttir.“

Petra og Ingi Valur ætla að setja flísar fyrir ofan ...
Petra og Ingi Valur ætla að setja flísar fyrir ofan vaskinn en eru rólegri en áður og ætla ekki að klára allt strax. Ljósmynd/Aðsend
Þegar þau fluttu inn var ekki innrétting undir glugganum.
Þegar þau fluttu inn var ekki innrétting undir glugganum. Ljósmynd/Aðsend

Petra segir það ekki hafa verið planið að kaupa þrjú hús á þremur árum og endurgera eldhúsin í öll skiptin. Þau seldu síðasta húsið sem þau bjuggu í áður en þau fluttu á Dalvík eftir aðeins tíu mánuði í húsinu. 

„Við vorum með plan um að flytja út. Ég ætlaði í skóla, verða fræg og okkur langaði að prufa eitthvað nýtt. Það gekk ekki eins og við vildum. Við völdum að fjárfesta á Dalvík og aldrei liðið betur heldur en hér. Það tekur mig í mesta lagi fimm mínútur að ganga í ræktina sem seldi okkur þetta alveg.“

Góðir skápar eru í eldhúsinu.
Góðir skápar eru í eldhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Petra segir að nýja húsið sé fullkomið fyrir þau enda bara á einni hæð og stærðin fullkomin fyrir fjölskylduna. Hitt húsið hafi bæði verið stórt og gamalt og því fylgdu miklar framkvæmdir. 

„Framkvæmdarárið í gamla húsinu var alveg að ganga frá okkur. Við vissum hvorugt hverju við áttum von á þegar við keyptum húsið og hvað var virkilega fram undan. Í stuttu máli held ég að „strax“ veikin sé rosalega mikið að kikka inn hjá fólki og heldur betur gerði það hjá mér. Ég var ekki friðlaus fyrr en það var búið að setja gólflista eða henda einni mynd upp. Forgangsröðin fór bara í bull og það þurfti smá tíma í að átta okkur á því að lífið snýst ekki bara um að eyða öllum tímanum sínum í að spasla í skrúfugöt,“ segir Petra sem er búin að finna ró í nýja húsinu. 

Petra segist vera algjör heimilisperri og er dugleg að sýna frá heimilinu á Instagram. 

View this post on Instagram

😺

A post shared by P E T R A B R E I Ð F J Ö R Ð (@petra_breidfjord) on Dec 17, 2018 at 7:58am PST

Horft inn í eldhúsið þegar vinnan stóð sem hæst.
Horft inn í eldhúsið þegar vinnan stóð sem hæst. Ljósmynd/Aðsend 

mbl.is

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

17:00 Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

14:00 „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

11:00 Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

05:00 Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

Í gær, 23:59 Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

í gær Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

í gær Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

í gær Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

í gær Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

í gær Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

í fyrradag Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

í fyrradag Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »