Lofaði að húsið færi ekki úr fjölskyldunni

Eldhúsið er einstaklega fallegt og vandað.
Eldhúsið er einstaklega fallegt og vandað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar.

„Þetta friðaða og fallega hús á sér langa og merkilega sögu. Það var byggt árið 1901 og hefur verið í sömu fjölskyldu frá upphafi. Eigandinn eignaðist húsið eftir móður sína sem tók það loforð að húsið færi aldrei úr fjölskyldunni en sjálf ólst hún upp í húsinu til átta ára aldurs,“ segir Berglind.

Létt lýsing er fyrir ofan hilluna í eldhúsinu.
Létt lýsing er fyrir ofan hilluna í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

– Í hvernig ástandi var það þegar þið fenguð þetta verkefni?

„Húsið leit út eins og leikmynd að utan en var mjög illa farið að innan og þurfti því hreinlega að byggja húsið upp á nýtt.

Þegar ráðist var í endurgerð á þessu fallega húsi var gætt að því að öll hönnunin tæki mið af anda og byggingarstíl hússins og að allar endurbætur væru í samræmi við aldur þess. Skipta þurfti til dæmis um alla glugga í húsinu en passað var upp á að þeir væru nákvæm eftirsmíði af upprunalegum gluggum. Allir hurðarhúnar, slökkvarar og rofar eru til dæmis í upprunalegum stíl frá aldamótum. Sama á við um allar hurðir og lista við gólf og loft til að ná fram sem upprunalegustu útliti og því yfirbragði sem einkenndi húsið upphaflega,“ segir Helga.

Þess var gætt vel að allar innréttingar væru í anda hússins. Þær eru allar sérsmíðaðar hjá Erni ehf. í Vestmannaeyjum. Í eldhúsinu er til dæmis hvít sprautulökkuð innrétting með fulningum og eru ekki efri skápar heldur opnar hillur fyrir ofan vaskinn. Á einum vegg eru háir skápar með innfelldum ísskáp og tækjaskáp. Í eldhúsinu er stór og mikil gamaldags eldavél og eru höldurnar litlir hnúðar úr burstuðu stáli. Steinn er á borðplötunum og kemur hann úr Granítsmiðjunni. Eins og sést á myndunum er gott skápapláss í eldhúsinu.

„Í húsinu býr fimm manna fjölskylda og var hugmyndin að búa til hlýlegt og persónulegt heimili þar sem þarfir og óskir fjölskyldunnar væru hafðar í fyrirrúmi. Breytingar voru gerðar á skipulaginu á neðri hæðinni með það í huga að eldhúsið og borðstofan væru þungmiðja hússins og voru allar innréttingar sérsmíðaðar. Gætt var sérstaklega að því að þær væru í takt við eldri tíma og lagt var upp úr að skapa látlausa en sígilda umgjörð.“

Á gólfunum er ljóst harðparket frá Harðviðarvali og koma flísarnar frá Agli Árnasyni. Meðfram parketinu eru þykkir gólflistar sem setja svip á rýmið. Það vekur einnig athygli að húsgögnum er raðað upp af mikilli smekkvísi. Berglind og Helga tóku að sér að velja og stilla upp öllum húsgögnum í húsinu.

„Við aðstoðuðum eigendur við kaup og uppröðun og fengum mikið af fylgihlutum frá stelpunum í Magnólíu.“

Hvað var mest spennandi við þetta verkefni?

„Að fá að taka þátt í að hanna og endurgera þetta hús með svona mikla, persónulega og merkilega sögu.“

– Hvaða litir eru á veggjunum?

„Þar sem við ákváðum að hafa allar innréttingar hvítsprautulakkaðar var ákveðið að setja hlýlegan gráan lit á veggina sem heitir NCS S 3502-Y,“ segir Berglind.

– Hvað gerir þetta hús sjarmerandi?

„Það er klárlega saga hússins og andinn sem ríkir þarna. Eigandinn hefur oft minnst á það við okkur að fólkið hennar sé enn með þeim þarna,“ segja þær.

Mikið og gott skápapláss er í húsinu.
Mikið og gott skápapláss er í húsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Stofan er hlýleg.
Stofan er hlýleg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Takið eftir hillunni undir innréttingunni.
Takið eftir hillunni undir innréttingunni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Frístandandi baðkör eru falleg.
Frístandandi baðkör eru falleg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Helga og Berglind sóttu í upprunann þegar þær völdu vask ...
Helga og Berglind sóttu í upprunann þegar þær völdu vask og blöndunartæki. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir.
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Harry prins fer nýjar leiðir

15:04 Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í konungsfjölskyldum en hún stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Meira »

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

í gær Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

18.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

18.6. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »