Lofaði að húsið færi ekki úr fjölskyldunni

Eldhúsið er einstaklega fallegt og vandað.
Eldhúsið er einstaklega fallegt og vandað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar.

„Þetta friðaða og fallega hús á sér langa og merkilega sögu. Það var byggt árið 1901 og hefur verið í sömu fjölskyldu frá upphafi. Eigandinn eignaðist húsið eftir móður sína sem tók það loforð að húsið færi aldrei úr fjölskyldunni en sjálf ólst hún upp í húsinu til átta ára aldurs,“ segir Berglind.

Létt lýsing er fyrir ofan hilluna í eldhúsinu.
Létt lýsing er fyrir ofan hilluna í eldhúsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

– Í hvernig ástandi var það þegar þið fenguð þetta verkefni?

„Húsið leit út eins og leikmynd að utan en var mjög illa farið að innan og þurfti því hreinlega að byggja húsið upp á nýtt.

Þegar ráðist var í endurgerð á þessu fallega húsi var gætt að því að öll hönnunin tæki mið af anda og byggingarstíl hússins og að allar endurbætur væru í samræmi við aldur þess. Skipta þurfti til dæmis um alla glugga í húsinu en passað var upp á að þeir væru nákvæm eftirsmíði af upprunalegum gluggum. Allir hurðarhúnar, slökkvarar og rofar eru til dæmis í upprunalegum stíl frá aldamótum. Sama á við um allar hurðir og lista við gólf og loft til að ná fram sem upprunalegustu útliti og því yfirbragði sem einkenndi húsið upphaflega,“ segir Helga.

Þess var gætt vel að allar innréttingar væru í anda hússins. Þær eru allar sérsmíðaðar hjá Erni ehf. í Vestmannaeyjum. Í eldhúsinu er til dæmis hvít sprautulökkuð innrétting með fulningum og eru ekki efri skápar heldur opnar hillur fyrir ofan vaskinn. Á einum vegg eru háir skápar með innfelldum ísskáp og tækjaskáp. Í eldhúsinu er stór og mikil gamaldags eldavél og eru höldurnar litlir hnúðar úr burstuðu stáli. Steinn er á borðplötunum og kemur hann úr Granítsmiðjunni. Eins og sést á myndunum er gott skápapláss í eldhúsinu.

„Í húsinu býr fimm manna fjölskylda og var hugmyndin að búa til hlýlegt og persónulegt heimili þar sem þarfir og óskir fjölskyldunnar væru hafðar í fyrirrúmi. Breytingar voru gerðar á skipulaginu á neðri hæðinni með það í huga að eldhúsið og borðstofan væru þungmiðja hússins og voru allar innréttingar sérsmíðaðar. Gætt var sérstaklega að því að þær væru í takt við eldri tíma og lagt var upp úr að skapa látlausa en sígilda umgjörð.“

Á gólfunum er ljóst harðparket frá Harðviðarvali og koma flísarnar frá Agli Árnasyni. Meðfram parketinu eru þykkir gólflistar sem setja svip á rýmið. Það vekur einnig athygli að húsgögnum er raðað upp af mikilli smekkvísi. Berglind og Helga tóku að sér að velja og stilla upp öllum húsgögnum í húsinu.

„Við aðstoðuðum eigendur við kaup og uppröðun og fengum mikið af fylgihlutum frá stelpunum í Magnólíu.“

Hvað var mest spennandi við þetta verkefni?

„Að fá að taka þátt í að hanna og endurgera þetta hús með svona mikla, persónulega og merkilega sögu.“

– Hvaða litir eru á veggjunum?

„Þar sem við ákváðum að hafa allar innréttingar hvítsprautulakkaðar var ákveðið að setja hlýlegan gráan lit á veggina sem heitir NCS S 3502-Y,“ segir Berglind.

– Hvað gerir þetta hús sjarmerandi?

„Það er klárlega saga hússins og andinn sem ríkir þarna. Eigandinn hefur oft minnst á það við okkur að fólkið hennar sé enn með þeim þarna,“ segja þær.

Mikið og gott skápapláss er í húsinu.
Mikið og gott skápapláss er í húsinu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Stofan er hlýleg.
Stofan er hlýleg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Takið eftir hillunni undir innréttingunni.
Takið eftir hillunni undir innréttingunni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Frístandandi baðkör eru falleg.
Frístandandi baðkör eru falleg. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Helga og Berglind sóttu í upprunann þegar þær völdu vask …
Helga og Berglind sóttu í upprunann þegar þær völdu vask og blöndunartæki. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir.
Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál