Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Við Valhúsabraut 16 á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús teiknað af Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir eru skráð til heimilis í húsinu en þau eru stundum kennd við Víðisverslanirnar. Ásett verð er 165 milljónir en fyrirhugað fasteignamat næsta árs eru rétt rúmar 119 milljónir. 

<p>Þrátt fyrir að Eiríkur og Helga séu skráð til heimilis í húsinu ásamt syni og fjölskyldu hans er það félagið Big Box ehf. sem er skráður eigandi hússins. Sigurður Gísli Eiríksson, annar sonur hjónanna, er skráður stjórnarmaður í félaginu en það er til húsa í Skeifunni 11d þar sem Krónan er nú en verslun Víðis í Skeifunni var áður. </p>

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Smartland fjallar um glæsihýsi tengd þeim Eiríki og Helgu. Árið 2013 greindi Smartland frá því að Hrólfskálavör 2 væri komið á sölu og var Helga þá eigandi hússins sem var tilbúið undir tréverk. Núverandi eigandi Hrólfskálavarar 2 er Skúli Mogensen, stofnandi WOW air. 

Af fasteignavef Mbl.is: Valhúsabraut 16

ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is
mbl.is