Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Við Valhúsabraut 16 á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús teiknað af Ormari Þór Guðmundssyni og Örnólfi Hall. Hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir eru skráð til heimilis í húsinu en þau eru stundum kennd við Víðisverslanirnar. Ásett verð er 165 milljónir en fyrirhugað fasteignamat næsta árs eru rétt rúmar 119 milljónir. 

Þrátt fyrir að Eiríkur og Helga séu skráð til heimilis í húsinu ásamt syni og fjölskyldu hans er það félagið Big Box ehf. sem er skráður eigandi hússins. Sigurður Gísli Eiríksson, annar sonur hjónanna, er skráður stjórnarmaður í félaginu en það er til húsa í Skeifunni 11d þar sem Krónan er nú en verslun Víðis í Skeifunni var áður. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Smartland fjallar um glæsihýsi tengd þeim Eiríki og Helgu. Árið 2013 greindi Smartland frá því að Hrólfskálavör 2 væri komið á sölu og var Helga þá eigandi hússins sem var tilbúið undir tréverk. Núverandi eigandi Hrólfskálavarar 2 er Skúli Mogensen, stofnandi WOW air. 

Af fasteignavef Mbl.is: Valhúsabraut 16

ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is
mbl.is