Eyrún og Árni Oddur vilja stækka Sólvallagötu 10

Eyrún Lind Magnúsdóttir og Árni Oddur Þórðarsdon forstjóri Marel.
Eyrún Lind Magnúsdóttir og Árni Oddur Þórðarsdon forstjóri Marel. mbl.is/Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og eiginkona hans, Eyrún Lind Magnúsdóttir, festu kaup á fasteign við Sólvallagötu 10 í október 2019. Smartland Mörtu Maríu fjallaði um húsið þegar það fór á sölu. 

Húsið er afar glæsilegt en það var byggt 1931 og hefur verið vel við haldið. Búið er að endurnýja húsið mikið á síðustu árum. Fasteignamat hússins fyrir 2020 er 173.250.000 kr. 

Nú hafa Árni Oddur og Eyrún sótt um leyfi til að stækka húsið. Samkvæmt fundargerð skipulagsfulltrúa vilja þau byggja nýja forstofu við norðurinngang, lengja aðaltröppur, bæta við glugga til vesturs, síkka glugga á suðurhlið kjallara, gera útskotsglugga á austurhlið, með hurðum út á nýjan sólpall, skipta um klæðningu á þaki, taka niður núverandi skorstein og setja upp nýjan fyrir arinn og endurgera steypta veggi að götu í sömu mynd og fyrir eru á Sólvallagötu 10. 

Svona leit Sólvallagata 10 út þegar húsið fór á sölu.
Svona leit Sólvallagata 10 út þegar húsið fór á sölu. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál