Heildsali selur 149 milljóna höll í Laugarásnum

Guðrún Jónsdóttir og Jóhann J. Ólafsson.
Guðrún Jónsdóttir og Jóhann J. Ólafsson.

Jóhann J. Ólafsson heildsali hefur sett sitt glæsilega hús á sölu. Um er að ræða einbýli við Kleifarveg og er húsið 377,6 fm að stærð. Húsið var byggt 1955 og hefur verið vel við haldið. 

Húsið er hvítmálað að utan með hvítum gluggum og flæðir birtan inn. Þegar inn er komið taka við vandaðar innréttingar og falleg gólfefni. Húsið er svo búið fallegum húsgögnum og listaverkum sem fá að njóta sín til fulls í rýminu. 

Kleifarvegur er í Laugarásnum og er stutt í sund og í ræktina og í Frú Laugu. 

Af fasteignavef mbl.is: Kleifarvegur 5

mbl.is