107 milljóna íbúð, 280 cm lofthæð

Við Smyrilshlíð stendur glæsileg íbúð sem er 226 fm að stærð. Hátt er til lofts og vítt til veggja en lofthæðin er 280 cm. 

Í eldhúsinu er súkkulaðibrún innrétting frá danska fyrirtækinu JKE. Á borðplötunum er dökkur quartz-steinn frá Granítsmiðjunni. Eldhúsið er opið inn í stofu og til að setja punktinn yfir i-ið svartur háfur yfir helluborðinu. 

Á gólfunum er harðparket sem heitir Studioline og er með fiskibeinamunstri. Parketið kemur frá Parka. 

Stofan sjálf er rúmgóð og býður upp á mikla möguleika þegar kemur að uppröðun á húsgögnum og skrautmunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Smyrilshlíð 15

mbl.is