Arna og Tómas gerðu upp kofa í sóttkví

Arna Petra er hér að mála kofann en hún gerði …
Arna Petra er hér að mála kofann en hún gerði hann upp í sóttkví ásamt kærasta sínum Tómasi Inga. Ljósmynd/Aðsend

Kærustuparið Arna Petra Sverrisdóttir, nýr bloggari á Trendnet, og Tómas Ingi Gunnarsson flugnemi, komu til landsins þann 7. apríl frá Svíþjóð þar sem þau búa. Arna Petra og Tómas Ingi fóru í sóttkví við heimkomuna og ákváðu að nýta tímann í að gera eitthvað uppbyggilegt en þau gerðu upp lítinn kofa sem stendur á sumarbústaðarlóð í Hvalfirði. 

Arna Petra segir að þau hafi ákveðið að koma heim þar sem þau gátu ekki hugsað sér að vera í burtu frá fjölskyldunni vitandi það að hluti hennar væri lasin og með veiruna. Þau voru einnig óviss um hvenær þau kæmust heim næst en Arna Petra segir að á þeim tíma sem þau voru að panta flug var þeirra flug það síðasta á áætlun. 

„Tómasi hefur alltaf langað til að gera upp þennan kofa sem hann byrjaði á þegar hann var sjö ára. Um leið og við vissum að við værum að fara að hanga í bústaðnum í tvær vikur þá var þetta tilvalið tækifæri til að henda okkur í þetta skemmtilega verkefni,“ segir Arna Petra um hvernig hugmyndin kviknaði. 

Tómas Ingi og Arna Petra þegar kofinn var ekki tilbúinn.
Tómas Ingi og Arna Petra þegar kofinn var ekki tilbúinn. Ljósmynd/Aðsend

Mikið verk beið þeirra en Arna Petra segir kofann hafa verið eins og hrár pappakassi. Þau gerðu kofann vatns- og vindheldan og þurftu því meðal annars að setja gler í gluggann og klæða hann að innan. Þau létu þar ekki staðar numið. Þau máluðu og innréttuðu kofann og gerðu hann að notalegu afdrepi í sveitinni.  Arna Petra segir að nú sé meðal annars hægt að fá sér kaffi, setjast niður og lesa og einfaldlega slaka á. 

Mikið þurfti að gera við kofann.
Mikið þurfti að gera við kofann. Ljósmynd/Aðsend
Arna Petra og Tómas Ingi máluðu kofann.
Arna Petra og Tómas Ingi máluðu kofann. Ljósmynd/Aðsend

Hjálpaði það ykkur í sóttkví að vera með eitthvað verkefni til þess að vinn að?

„Já, það var svo gaman að hafa eitthvað skemmtilegt að gera þó það hafi nú einnig verið gott að hvíla sig og slaka á. Tómas er til dæmis mjög hress og orkumikill og var það mög mikilvægt fyrir hann að hafa eitthvað verkefni til að vinna að enda var hann vaknaður fyrir allar aldir á morgnana. Við vorum með ákveðinn tímaramma og var það mjög mikilvægt að ná að klára kofann áður en fjölskyldan kom eftir að við kláruðum sóttkví. Það tókst og allir dáðust af kofanum fagra.“

Arna Petra gerði þetta listaverk til þess að minna þau …
Arna Petra gerði þetta listaverk til þess að minna þau Tómas á tímann sem þau áttu saman í sóttkví. Ljósmynd/Aðsend
Tómas og Arna í krúttlega kofanum sem er nú mjög …
Tómas og Arna í krúttlega kofanum sem er nú mjög notalegur. Ljósmynd/Aðsend

Í spilaranum hér að neðan má sjá myndband frá ferlinu sem Arna Petra klippti og birti á YouTube. 



Arna Petra með hamarinn að vopni.
Arna Petra með hamarinn að vopni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál