Kynntust á Kaffibarnum og eiga nú flottasta garðinn

Hjónin Ýr og Anthony eiga geggjaðan garð í Hafnarfirði.
Hjónin Ýr og Anthony eiga geggjaðan garð í Hafnarfirði.

Í dag fylgir 40 síðna Garðablað með Morgunblaðinu. Blaðið er fullt af spennandi efni en forsíðuna prýða hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sem eiga einstakan hönnunargarð í Hafnarfirði. 

Stíll þeirra er persónulegur, nútímalegur, kúl og töff enda parið afburða smekklegt og með næmt auga fyrir umhverfinu en garðurinn var kosinn einn af verðlaunagörðum bæjarins í fyrra. Ýr gefur eiginmanninum heiðurinn af bæði hugviti, hönnun og framkvæmd en Anthony, sem er fæddur og uppalinn í Kaliforníu, starfaði hjá Apple þar sem hann vann meðal annars í því að hanna verslanir fyrir tölvurisann. Svo gerðist það að listamaðurinn frá Kaliforníu fann ástina á Íslandi, nánar tiltekið á Kaffibarnum af öllum stöðum.

„Ég hafði verið að vinna að verkefni á Hótel Búðum og aldrei komið til Reykjavíkur enda miklu hrifnari af sveit en borg. Við Ýr hittumst svo bara á dansgólfinu á Kaffibarnum, urðum ástfangin og hér er ég, sjö árum síðar,“ segir hann kíminn og bætir við að sagan hefði kannski getað verið rómantískari.

HÉR getur þú lesið Garðablaðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál