Hús Skúla Mogensen komið á sölu hjá Eignamiðlun

Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air hefur sett einbýlishús sitt á sölu á íslenskri fasteignasölu sem heitir Eignamiðlun. Áður var húsið komið á sölu erlendis og lét Skúli gera heimasíðu fyrir húsið. 

Húsið, sem stendur á einum besta stað Seltjarnarness, er hannað á einstakan hátt og er ekkert til sparað. Húsið er 609 fm að stærð og stendur á sjávarlóð. 

„Húsið er teiknað af arkitektum hjá Granda Studio. Innanhússhönnun var í höndum Grímu Bjargar Thorarensen hjá GBT Interiors og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Desing. Mjög mikil lofthæð er í húsinu. Gólfsíðir gluggar með rennihurðum sem eru að hluta til fjarstýrðar. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar. Eldhús frá Poggenpohl og Boffi. Gegnheilt síldarbeinsparket úr reyktri eik. Marmari. Innbyggt hljóðkerfi í húsinu frá Savant. Innbyggð lýsing er í húsinu og auk þess ljóskastarar á rennibrautum. Stofa, borðstofa, eldhús, fjögur herbergi, bókaherbergi, æfingasalur og fimm baðherbergi. Steypt setlaug, heitur pottur og gufubað. Stórar þaksvalir og einnig stórar útsýnissvalir,“ segir í fasteignaauglýsingu. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrólfskálavör 2

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is