Innrétting úr burstuðu stáli við Bollagötu

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Bollagötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér mjög fallegt heimili. Íbúðin sjálf er 87 fm að stærð en húsið var byggt 1943. 

Eldhús og stofa tengjast. Í eldhúsinu er innrétting úr burstuðu stáli og með viðarborðplötu. Á veggnum eru flísar og stringhillur, veggljós og myndir. Þar er líka stór gaseldavél með svo stórum ofni að hægt er að elda heilan skrokk inni í honum.

Á miðju eldhúsgólfi er vandað borðstofuborð, ljósakróna í gamaldags stíl og hvítur frístandandi ísskápur. 

Í stofunni eru meiri stringhillur, gulur sófi og falleg listaverk. Veggirnir eru hvítmálaðir og þegar inn á ganginn er komið setja hansahillur svip á heimilið. 

Af fasteignavef mbl.is: Bollagata 12

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál