Einstakur hönnunarheimur í blokk við Álfheima

Við Álfheima í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér notalegt heimili. Um er að ræða 95,5 fm íbúð sem stendur í blokk sem byggð var 1960. 

Í eldhúsi er hvít sprautulökkuð innrétting með svartri borðplötu. Gott skápapláss er í eldhúsinu og plássið nýtt vel. Guli veggurinn í eldhúsinu lífgar upp á hvítt rýmið. Eldhúsið er opið inn í hol og væri hægt að hafa borð úti á miðju gólfi ef það væri stemning fyrir því. 

Annað sem vekur athygli er hrár steypuveggur sem hressir upp á einfaldleikann sem ræður ríkjum. Í stofu og borðstofu andar vel á milli rýma. 

Eins og sjá má á myndunum prýða falleg húsgögn heimilið og þar er hugguleg lýsing. PH-ljósið úr Epal passar vel við borðstofuborðið og Chaise Lounge-stóllinn frá Le Corbusier sem fæst í Casa setur svip á stofuna. 

Af fasteignavef mbl.is: Álfheimar 66

mbl.is