127 milljóna íbúð í Garðabæ

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Strandveg í Garðabæ stendur afar glæsileg íbúð á tveimur hæðum á besta stað. Íbúðin er 221 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 2006. 

Úr íbúðinni er stórbrotið útsýni en íbúðin er búin fallegum eikar-innréttingum. Í eldhúsinu er eikar-innrétting með ljósum steini. Gott skápapláss er í innréttingunni og gott vinnupláss. 

Í hjónaherberginu er fataherbergi og með skrifborði.  

Heimilið er búið fallegum húsgögnum og listaverkum eins og sjá má á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Strandvegur 1

mbl.is