Í þessari íbúð var framtíðin skipulögð

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Bræðraborgarstíg í Reykjavík stendur 57,2 fm íbúð í húsi sem byggt var 1962. Íbúðin er sérlega vel skipulögð og er hver fermetri nýttur til fulls. Þessi íbúð er á annarri hæð í húsinu og með dásamlegu útsýni út á Snæfellsjökul. 

Eftir að hafa skrifað fasteignafréttir af miklum móð inn á Smartland mátti ég til með að skrifa um þessa íbúð. Þetta er nefnilega fyrsta íbúðin mín og þurfti ég að leggja mikið á mig til að eignast hana í kringum tvítugt. Ég vann allavega tvær vinnur og skúraði leikskóla á kvöldin og um helgar (sem var ein hræðilegasta vinna sem ég hef unnið). Allt var þetta gert til að geta borgað af húsbréfunum. 

Þegar ég eignaðist þessa íbúð leit hún reyndar töluvert öðruvísi út og hafa verið unnar miklar endurbætur á íbúðinni sem hefur fegrað hana mikið. 

Nú er til dæmis búið að opna betur milli eldhúss og stofu en áður var bara venjulegt hurðaop sem gerði það að verkum að eldhúsið var langt og mjótt og það andaði ekki sérlega vel milli eldhúss og stofu. Ástæðan fyrir því að þetta var ekki gert á sínum tíma var einfaldlega peningaleysi. Ég gat ekki bæði borgað af húsbréfunum og látið brjóta niður vegg. 

Það sem var einkennandi fyrir íbúðina var hvað andinn í henni var góður. Þegar ég sendi fasteignaauglýsinguna á vinkonur mínar stakk ein upp á því að við myndum slá saman í púkk og kaupa hana. Það er nefnilega ekki bara ég sem á góðar minningar þaðan heldur var þessi íbúð eitt vinsælasta fyrir-teitis-pleisið í bænum! Í þessari íbúð var framtíðin skipulögð undir ljúfum tónum Madonnu og Whitney Houston. Fyrir það er ég þakklát! 

Af fasteignavef mbl.is: Bræðraborgarstígur 32

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál