Kristín í Gagarín selur Glaðheimana

Kristín Eva Ólafsdóttir hönnuður og einn af eigendum Gagarín hefur sett sína fallegu íbúð við Glaðheima á sölu. Íbúðin er 90.2 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 1961. 

Íbúðin er fjögurra herbergja með fallegu útsýni og er hægt að njóta þess bæði af svölunum og út um gluggann.

Heimilið er listrænt og fallegt. Hvítir veggir eru áberandi enda fá listaverk að njóta sín betur í því umhverfi. 

Í íbúðinni er húsgögnum fallega uppraðað og á hver hlutur sinn stað.

Af fasteignavef mbl.is: Glaðheimar 20

mbl.is