Þorsteinn J. flytur úr Bryggjuhverfinu

Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Þorsteinn J. Vilhjálmsson. mbl.is/Golli

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur sett sína glæsilegu íbúð á sölu. Íbúðin er í Bryggjuhverfinu. 

Um er að ræða 111,4 fm íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 2018. 

Heimili Þorsteins er smekklega innréttað. Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými. Í eldhúsinu eru hvít sprautulökkuð innrétting og dökkar borðplötur. Í stofunni setur blár sófi svip á umhverfið en þar er líka hringlaga eldhúsborð með viðarlituðum sjöum Arnes Jacobsens. Gott útsýni er úr íbúðinni enda státar hún af stórum gluggum. 

Veggir eru málaðir í hlýlegum gráum lit og íbúðin búin vönduðum og fallegum húsgögnum. 

Af fasteignavef mbl.is: Tangabryggja 18

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál