Dísa í World Class keypti 150 milljóna penthouse-íbúð

Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa.
Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbergsson

Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er kölluð hefur fest kaup á einstakri penthouse-íbúð í Skuggahverfinu. Íbúðin er 182 fm að stærð og er fasteignamat hennar 108.300.000 kr. Hún greiddi 150 milljónir fyrir íbúðina. 

Dísa festi kaup á íbúðinni 2. október 2020 eða rétt áður en líkamsræktarstöðvum var lokað vegna kórónuveirunnar. Dísa og eiginmaður hennar, Björn Leifsson, eiga og reka líkamsræktarstöðvarnar World Class. Hann hefur barist fyrir því að líkamsræktarstöðvar verði opnaðar aftur og segist hafa skaðast mikið af lokununum. 

„Við get­um orðað þetta þannig að við höf­um orðið fyr­ir tekju­falli fyr­ir meira en millj­arð og það mun bara aukast,“ sagði Björn í samtali við mbl.is í nóvember. 

Sjálf búa þau ekki í íbúðinni heldur í Fossvogi. 

Íbúðin sem Dísa keypti er sérlega glæsileg en hún var áður í eigu félagsins Urriðafoss ehf. sem er í eigu Sverris Þórs Gunnarssonar. Gott útsýni er úr íbúðinni, þar á meðal út á Faxaflóa og að Hallgrímskirkju. 

Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, eigendur World Class.
Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, eigendur World Class. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál