Tekkið lifir góðu lífi í Hlíðunum

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Drápuhlíð í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Náttúrulegur efniviður er í forgrunni ásamt hvíta litnum sem prýðir flesta veggi. Plöntur, bast og málverk gera heimilið heimilislegt ásamt gömlum hansahillum sem prýða einn vegg í stofunni.

Hlíðarnar eru vinsælt hverfi. Það er miðsvæðis og stutt í alla þjónustu og út á stofnbrautir. Hæðirnar í Hlíðunum eru vinsælar hjá fjölskyldufólki en í þessari íbúð sem stendur í húsi sem byggt var 1946 hefur allt verið gert til að gera umhverfið þannig að allir njóti sín. Íbúðin er 118 fm að stærð og er með sérinngangi.

Eldhúsið er með hvítri innréttingu og borðkrók og því er hægt að loka, sem mörgum finnst vera mikill kostur. Stofan og borðstofan eru samliggjandi og þar fá falleg húsgögn að njóta sín. Í stofunni er flauelssófi sem er í lausum einingum og því hægt að breyta eftir veðri og vindum. Þar eru líka baststólar, plöntur, motta og tekkborð.

Í borðstofunni er gamalt viðarborð sem notað er sem borðstofuborð. Þar eru líka hansahillur á veggnum og gamalt tekkskrifborð sem spilar fallega saman. Hansahillurnar eru hafðar á efri hluta veggsins og er skrifborðinu komið haganlega fyrir.

Eins og sést á myndunum er heildarmyndin falleg en hægt er að skoða eignina nánar á fasteignavef mbl.is: Drápuhlíð 20

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »