Sérlega eigulegt menningarheimili í 101

Við Bergstaðastræti í Reykjavík hefur fólk búið sér til heillandi umgjörð á 123 fm hæð. Húsið sjálft var byggt 1928 og hefur verið vel hugsað um það í gegnum tíðina. Gömul gólfborð fá að njóta sín í íbúðinni og húsgagnaval er upp á 10. Í íbúðinni er líka gott listaverkasafn sem færir heimilið upp á hærra plan. 

Á íbúðinni eru örlítið nýrri svalir sem snúa til suðurs en eins og sjá má á myndunum er hægt að hafa það notalegt á þeim á sólríkum dögum. 

Eins og sést á myndunum er um að ræða heillandi heim sem býr yfir miklum töfrum. 

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 56

mbl.is