Heillandi heimur Söru í 110 Reykjavík

Sara Dögg Guðjónsdóttir innanhússráðgjafi hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Um er að ræða 96 fm íbúð sem er í húsi sem byggt var árið 2000. Sara og maður hennar, Hjálmar Ragnar Agnarsson, festu kaup á íbúðinni 2017 og síðan þá hefur íbúðinni verði umbreytt.

Sara lakkaði sjálf innréttinguna í eldhúsinu og koma allir litir úr Slippfélaginu þar sem hún er með sitt eigið litakort. 

Svarti liturinn er áberandi í íbúðinni en þar eru líka ljósir hlýir litir sem fara vel við svarta litinn. Falleg húsgögn prýða heimilið og hefur mikill metnaður verið settur í að hafa heimilið svo næst sem fullkomið. Einstakir skrautmunir, listaverk eftir Söru og lampar setja svip sinn á íbúðina. 

HÉR getur þú skoðað litakortið hennar Söru í Slippfélaginu. 

Af fasteignavef mbl.is: Naustabryggja 55

mbl.is