„Vorum lengi að velja slökkvitæki í húsið“

Hjónin Guðmundur Óskarsson og Kristín Þorleifsdóttir búa í fallegu húsi …
Hjónin Guðmundur Óskarsson og Kristín Þorleifsdóttir búa í fallegu húsi á Seltjarnarnesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Óskarsson, sölu- og markaðsstjóri VÍS, býr í fallegu húsi á Seltjarnarnesi ásamt eiginkonu sinni Kristínu Þorleifsdóttur og tveimur dætrum þeirra. Þau keyptu húsið í fyrra og gerðu það upp og lýsir Guðmundur húsinu í dag sem notalegu og öruggu umhverfi fyrir fjölskylduna.

Guðmundur er vegna vinnu sinnar mikið fyrir að skoða og finna fallegar öryggisvörur sem hægt er að hafa á góðum stað í húsinu. Hann segir það úrelt að slökkvitækið eða öryggisteppið sé ljótt ásýndar og lokað inni í skáp.

„Við fjölskyldan fundum þetta huggulega hús á Seltjarnarnesi og ákváðum að festa kaup á því í fyrra. Ástæðan er sú að við kunnum vel að meta að vera á Seltjarnarnesi, í grónu hverfi með útsýni yfir sjóinn. Við höfum búið saman hér á Seltjarnarnesi lengi en svo höfum við einnig dvalið erlendis vegna náms og vinnu. Öryggismál eiga hug minn allan í dag vegna vinnunnar en ég starfaði áður fyrir Icelandair, svo ég myndi teljast frekar nýr í þessum bransa. Þótt ég sé nú orðinn fróður um margt og er vonandi að koma með nýjar hugmyndir í geirann.“

Slökkvitækið er fallegt innan um hönnunarvörur og klassískar innréttingar.
Slökkvitækið er fallegt innan um hönnunarvörur og klassískar innréttingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þekktur fyrir að brenna matinn

Guðmundur lét setja öryggismyndavélar utan á húsið sitt og einnig í dyrabjölluna.

„Ísland er frekar öruggt svæði en það geta allir lent í því að brotist er inn hjá þeim. Að mínu mati er gott að huga að öllum grunnöryggisatriðum tengt heimilinu. Að vera með örugga glugga og svo má ekki gleyma öryggistækjunum inni í húsinu.“

Fjölskyldan fór í endurbætur inni í húsinu þar sem þau vildu opna eldhúsið og hafa gott pláss þar sem sjónvarpið er í húsinu. Þau lögðu einnig áherslu á að þvottahúsið væri með góðri vinnuaðstöðu og svo völdu þau vel og vandlega húsgögn á heimilið.

Það sem einkennir heimili Guðmundar er að öryggistækin á heimilinu eru í hönnunarstíl.

„Já við hjónin höfum bæði mjög gaman af því að velja þessi tæki hingað heim og vörðum við löngum tíma saman í að velja okkur slökkvitækið svo dæmi sé tekið.

Öryggisvörur þurfa ekki að vera rauðar eða gular í dag heldur geta þær verir flottar og spennandi. Þær verða að vera til taks þegar maður þarf á þeim að halda. Þær gagnast engum ofan í skúffu ef það kviknar í. Þess vegna er gaman að velja öryggisvörur sem er líka gaman að hafa til sýnis. Við viljum leggja áherslu á að öryggið passi. Þegar maður fer á stjá og setur smávegis hugsun í þetta þá kemst maður að því að það er til fullt af skemmtilegum öryggisvörum í verslunum landsins. Svo er hægt að finna flottar öryggisvörur á netinu líka. Við völdum okkur Nest-reykskynjarann frá Google sem sendir okkur skilaboð þegar við erum ekki heima. Í honum er einnig næturlýsing fyrir börnin og svo fær konan mín gjarnan meldingu þegar ég er inni í eldhúsinu að elda. Ég er þekktur á heimilinu fyrir að brenna matinn minn. Mér finnst gott að leggja áherslu á mikilvægi þess að vera ekki með hræðsluáróður í forvörnum. Við skulum frekar láta öryggið passa.

Góð öryggistæki í dag gefa okkur nákvæma meldingu í stað öskurs eða háværs væls.“

Slökkvitækið frá Solstickan er einstaklega fallegt og gott að hafa …
Slökkvitækið frá Solstickan er einstaklega fallegt og gott að hafa það sýnilegt ef til þess kemur að þurfi að nota það. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eru þessi tæki dýr?

„Nei það finnst mér ekki en kannski fer það eftir því hvernig við horfum á hlutina. Reykskynjarinn sem við völdum okkur kostar í kringum 28.000 krónur. Hann sýnir í appi hvar hlutirnir gerast á heimilinu, sýnir magn kotvísýrings í lofti og gefur nákvæmar upplýsingar ef eitthvað fer af stað í húsinu.“

Húsið þarf ekki að brenna til kaldra kola

Hefurðu alltaf verið svona nákvæmur þegar kemur að öryggi á heimilinu?

„Já kannski en ætli ég hafi ekki fengið dellu fyrir þessu þegar ég byrjaði að starfa fyrir VÍS. Það sem heillar mig við þessa hugsun er að við þurfum ekki að tengja kaup á þessum vörum við einhverjar hörmungar. Þótt það kvikni í hjá okkur þarf húsið ekki að brenna til kaldra kola. Ég vil ekki vera með hræðsluáróður enda held ég að það ali bara á ótta og fæli fólk frá. Við spennum öll á okkur öryggisbelti í bílnum til að verja okkur í umferðinni. Við viljum að viðskiptavinir okkar lendi sjaldnar í óhöppum og viljum nálgast forvarnir út frá þeirri hugsun að öryggi er alls konar og það sama má segja um óhöpp.

Það eru til margar mjög skemmtilegar hönnunaröryggisvörur sem er gaman að hafa til sýnis og hef ég dottið alveg ofan í þær pælingar,“ segir hann og bendir á Fakó, Elkó og vefverslun Krabbameinsfélagsins sem dæmi.

Heimiliskötturinn fékk ekki nóg af myndartökunni og stillti sér upp …
Heimiliskötturinn fékk ekki nóg af myndartökunni og stillti sér upp á áberandi stað þegar mynda átti eldhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hluti af því að búa til notalegt fjölskylduumhverfi er að hafa græjur sem styðja við öryggi fjölskyldunnar. Eins tel ég mikilvægt að boð frá þessum tækjum séu nákvæm og ekki fælandi. Það lætur manni líða öruggari heima og með meiri stjórn á hlutunum.“

Guðmundur veit hvað klukkan slær þegar kemur að fallegum öryggisvörum …
Guðmundur veit hvað klukkan slær þegar kemur að fallegum öryggisvörum inn á heimilið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Jalo Helsinki slökkvitækið í eldhúsið er huggulegt. Edlvarnarteppi frá Solstickan …
Jalo Helsinki slökkvitækið í eldhúsið er huggulegt. Edlvarnarteppi frá Solstickan og Kupu reykjsynjarar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nest dyrabjallan frá Google er snjöll og smart.
Nest dyrabjallan frá Google er snjöll og smart. mbl.is/Kristinn Magnússon
Góðir skápar í borðstofunni í hvítum lit gera hægara fyrir …
Góðir skápar í borðstofunni í hvítum lit gera hægara fyrir að leggja á borðin. mbl.is/Kristinn Magnússon
Belikur fer fallega með ljósum við og hvítum veggjum.
Belikur fer fallega með ljósum við og hvítum veggjum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Eldhúsinnréttingin er úr Ikea og borðplatan er spónarplata með sementshúð. …
Eldhúsinnréttingin er úr Ikea og borðplatan er spónarplata með sementshúð. Fæast hjá Hylja verktökum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fallegir hlutir eru víða á heimilinu.
Fallegir hlutir eru víða á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fjölskyldan er ánægð með endurgerð húsnæðisins.
Fjölskyldan er ánægð með endurgerð húsnæðisins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stofan er björt og falleg.
Stofan er björt og falleg. mbl.is/Kristinn Magnússon
Brúni veggurinn inn á baði er úr sementi sem er …
Brúni veggurinn inn á baði er úr sementi sem er síðan lakkað með glæru lakki. Það er sementsáferð á flísunum einnig. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hvítir látlausir baðskápar á móti brúnum listrænum veggjum. Borðplatan er …
Hvítir látlausir baðskápar á móti brúnum listrænum veggjum. Borðplatan er Pennsylvanía-eik frá Efnissölunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það getur verið gott að vera með tvo vaska inn …
Það getur verið gott að vera með tvo vaska inn á baði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »