Bergljót Arnalds selur eigur sínar

Bergljót Arnalds ætlar ekki að taka þessa hluti með sér …
Bergljót Arnalds ætlar ekki að taka þessa hluti með sér á nýjan stað.

Leikkonan Bergljót Arnalds var einn af frumbyggjum Hafnarbrautar í Kársnesinu í Kópavogi. Bergljót var fyrsti löglegi íbúðareigandinn í götunni en um síðustu aldamót gerði hún upp gamla stálsmiðju og breytti henni í konunglega íbúð með 5 metra lofthæð og fallegu útsýni yfir Kópavogshöfn. 

Nú stendur til að rífa húsnæðið og hefur Bergljót ákveðið að selja og færa sig annað. Í stað þess að taka hlutina með sér heldur hún uppboð og leyfir fólki að bjóða í og eignast dýrgripi á góðu verði. Meðal gripa eru stórar kristalskrónur og búrkista frá árinu 1809, fallegir glerbókaskápar, útskorin húsgögn og fataskápar. 

„Það eru miklar breytingar á mínu lífi og verða hlutirnir seldir með góðri orku og óskum. Enda hafa þeir prýtt höllina mína og veitt ómælda gleði með fegurð sinni. Margir af mínum munum eru einstakir sinnar tegundar,“ segir Bergljót. 

Uppboðið fer fram í húsnæðinu að Hafnarbraut 2 efri hæð milli 17-19 miðvikudaginn 27. október. Gríðarleg stemning verður á staðnum og allir sem hafa gaman af fallegum húsmunum ættu að mæta á staðinn.

Þessi bókaskápur leitar að nýjum eiganda.
Þessi bókaskápur leitar að nýjum eiganda.
Hér má sjá afar vandað og fínt koffort.
Hér má sjá afar vandað og fínt koffort.
Þessi stóll sem lítur út fyrir að vera kóngastóll verður …
Þessi stóll sem lítur út fyrir að vera kóngastóll verður seldur á miðvikudaginn.
Þessi glæsilega ljósakróna er til sölu.
Þessi glæsilega ljósakróna er til sölu.
mbl.is