Sigrún gerði upp hlöðu og vann til verðlauna

Sigrún Sumarliðadóttir er arkitekt í Osló í Noregi.
Sigrún Sumarliðadóttir er arkitekt í Osló í Noregi.

Arkitektinn Sigrún Sumarliðadóttir er einn arkitektanna á bakvið Hlöðuberg Artist Studio í Dalasýslu sem nýverið vakti athygli fyrir einstaka hönnun sína. Húsið er á lista vefsins Designboom yfir hús ársins 2021 og hlaut á dögunum viðurkenningu frá Architectural Review. Húsið er hannað af Studio Bua sem Sigrún rekur ásamt Mark Smyth.

„Það er frábært! Og ómetanlegt fyrir okkur sem arkitektastofu sem er frekar ný. Við erum að byggja okkur upp og viljum einnig halda áfram að vinna með fólki sem kann að meta góða hönnun og vill vinna með hönnuðum sem leggja mikið í verkefnin. Þá er virkilega mikilvægt að við komum okkur á framfæri,“ segir Sigrún spurð hver tilfinningin var að sjá húsið á listanum.

Mark Smyth og Sigrún útskrifuðust árið 2011.
Mark Smyth og Sigrún útskrifuðust árið 2011. Ljósmynd/Alistair Fyfe

Sigrún og Smyth stofnuðu Studio Bua árið 2017 ásamt eiginmanni hennar, Giambattista Zaccariotto. Zaccariotto er nú dósent við AHO arkitektaskólann við Osló í Noregi en þar eru þau Sigrún búsett. 

Sigrún og Smyth útskrifuðust bæði frá TUDelft háskóla í Hollandi árið 2011 og byrjuðu strax að vinna saman meðfram fullri vinnu á öðrum arkitektastofum. Þegar þau höfðu safnað nægri reynslu í reynslubankann ákváðu þau að stofna sína eigin stofu, en Sigrún hafði áður starfað á LMR arkitektur í Osló og SKAJAA Architecture Office.

„Við höfum á seinustu árum sérhæft okkur í að vinna við breytingar á byggingum og strúktúrum. Við vinnum mest með eigendum einkahúsa og þá mest með heimili en einnig sýningarrými fyrir list og listaverkasafnara,“ segir Sigrún.

Hlöðuberg hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis.
Hlöðuberg hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis. Ljósmynd/Marínó Thorlacius

Faraldurinn valdið vandræðum

Undanfarin ár hefurStudioBua verið með starfsemi í Osló, í London á Bretlandi og á Íslandi. Sigrún segir síðustu tvö ár hafa verið gríðarlega krefjandi vegna heimsfaraldursins. „Við höfum alltaf unnið alla hugmyndavinnu saman en svo hef ég haft aðal umsjón um verkefni á Íslandi og í Noregi en Mark um Bretland og svo höfum við ferðast fram og tilbaka. Seinustu tvö ár hafa þess vegna verið ansi erfið, við hittumst ekki í tæp tvö ár. Við erum þess vegna að sameina stofuna og ætlum að halda áfram á einum stað, í London,“ segir Sigrún. 

Hlöðuberg stendur við Skarðsströnd í Dalasýslu.
Hlöðuberg stendur við Skarðsströnd í Dalasýslu. Ljósmynd/Studio Bua

Hlöðubergsverkefnið fengu þau í hendurnar fyrir rúmlega tveimur árum síðan. Studio Bua hafði áður unnið annað verkefni fyrir nágrannana á gistiheimilinu Nýp, eigendur eru Þóra Sigurðardóttir og Sumarliði Ísleifsson, en á opnun viðbyggingar og sýningarrými sem þau hönnuðu kynntust þau

„Bæði hugmyndavinna og byggingavinna tók langan tíma. Við tókum góðan tíma í að skilja og túlka það sem eigendur vildu fá út úr staðnum. Svo vorum við að vinna í miðju „kófi“ og það voru seinkanir vegna birgða byggingarefna og einnig vegna veðurs.“

Það tók um tvö ár að gera hlöðuna upp.
Það tók um tvö ár að gera hlöðuna upp. Ljósmynd/Studio Bua

Unnu með anda staðarins

Sigrún þekkti staðinn áður en þau hófust handa að endurhanna hlöðuna. „Þetta er yndislegur staður, mjög fallegt og draumkennt. Við vildum vinna með anda staðarins. Bæta við og draga fram fegurðina sem við fundum á staðnum.“

Þau unnu mikið með Guðrúnu og Ævari við að skapa rétta andrúmsloftið og tryggja að rýmin hentuðu bæði sem heimili fyrir fjölskyldu og einnig sem góður vinnustaður. 

Í dag er Hlöðuberg stúdíó fyrir listamenn.
Í dag er Hlöðuberg stúdíó fyrir listamenn. Ljósmynd/Marínó Thorlacius

„Vinnu og fjölskyldurými eru oft í kontrast en hér áttu þau að fara saman. Við lærum alltaf mikið af „viðskiptavinum“ okkar, við verðum að setja okkur í spor þeirra til þess að geta búið til framtíðar heimili. Við lærðum líka mikið af og unnum með byggingarstjóra. Eiríki Kristjánssyni og Guðmundi Gíslasyni bónda og smiði frá Ytri Fagradal, þeir byggðu húsið að mestu leyti. Þeir unnu líka með okkur í öðru verkefni á svæðinu, Nýp, og við unnum saman að lausnum sem gætu virkað vel á staðnum. Þeir þekkja svæðið og ofsaveðrin sem geta verið þarna og við gátum miðlað sýn okkar til þeirra og unnið saman að lausnum sem gætu virkað þarna. Ómetanlegt að hafa gott lókal fólk til þess að læra af og deila kunnáttu,“ segir Sigrún.

Hlaðan var komin til ára sinna þegar þau tóku við verkefninu. Auk þess er hún á Skarðströnd í Dalasýslu, sem getur ekki kallast í alfara leið. Því var stundum ófært þegar Sigrún þurfti að fara á staðinn.

Ljósmynd/Marínó Thorlacius

„Steypan í veggjunum sem við héldum við er með mjög misstóru grjóti í og varla járnbent og þess vegna frekar viðkvæm. Við vildum ekki „laga“ hana of mikið heldur halda í karakterinn. En það þurfti að lagfæra hana og styrkja á fleiri stöðum. Einnig þurftum við að vinna að lausn til að drena á milli gömlusteypunnar og nýja timburstrúktúrsins. Auk þess var ómögulegt fyrir okkur að komast á byggingarstað tímabili út að Covid, þá notuðumst við mikið við vídeó-fundi og Guðrún og Ævar hjálpuðu okkur mikið við að hafa umsjón með byggingarstað.“

Framundan hjá Studio Bua eru mörg skemmtileg verkefni. Þau eru nú að vinna annað sveita gallerí í nágrenni við Hlöðuberg. „Síðan erum við með viðbyggingu við sveitasetur í Wiltshire í Bretlandi, nýbyggingu í Crystal Palace og fleiri endurbyggingar/viðbyggingar í London. Einnig er flutningur Osló stofunnar til London næst á döfinni.“

Ljósmynd/Marínó Thorlacius
Ljósmynd/Marínó Thorlacius
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál